A. Skilmálar

Með skráningar gistieignar hjá Ferðaeyjunni, samþykkir gistiaðili ákvæði þessara skilmála.

Skilgreiningar

Ferðaeyjan: Ferðaeyjan ehf. kt. 420620-2680), Ármúla 42, 108 Reykjavík.
Leitarvél: Á vef Ferðaeyjunnar og hjá samstarfsaðilum þess, verður hægt að leita eftir gistingu með notkun á sérstakri leitarvél.
Kaupandi: Sá sem bókar og kaupir gistingu í gegnum leitarvél Ferðaeyjunnar.
Gistiaðili: Forsvarsmaður gistieignar sem annast skráningu gistieininga í leitarvél Ferðaeyjunnar.

 

1. Umfang og Lýsing á þjónustu Ferðaeyjunnar
Markmið Ferðaeyjunnar er að auka sýnileika á gistieign gistiaðila fyrir væntanlegum kaupendum. Ferðaeyjan heldur úti markaðsvefnum Ferðaeyjan.is sem hefur að geyma leitarvél á gistingu frá gistiaðilum. Á vef Ferðaeyjunnar geta gestir leitað eftir gistingu á Íslandi t.d. hótelgistingu, sumarhúsagistingu, gistingu á gistiheimili eða í íbúðum os.frv. Þjónusta Ferðaeyjunnar sem snýr að leit og bókun á gistinigu með notkun á leitarvél Ferðaeyjunnar, er að kostnaðarlausu fyrir kaupendur nema annað sé tekið fram.

Gistiaðilum býðst að tengjast leitarvél Ferðaeyjunnar og auka sýnileika á sínum gistieiningum. Einnig eiga gistiaðilar möguleika að kaupa ýmsa auglýsinga-og markaðssþjónustu sem nánar er tilgreind á vef Ferðaeyjunnar eða í gjaldskrá.

2. Framkvæmd

2.1. Tengingar:

Ferðaeyjan notast við bókunarkerfi frá Godo. Þeir gistiaðilar sem nota bókunarkerfi frá Godo, eiga möguleika á að tengjast leitarvél Ferðaeyjunnarán kostnaðar. Tenging þessi fer þannig fram með þeim hætti að bókunarkerfi Ferðaeyjunnar er tengt við bókunarkerfi gistiaðila, og í framhaldi birtastgistieiningar gistiaðila í leitarvél Ferðaeyjunnar. Allir bókunarhlutar í bókunarkerfi gistiaðila þ.m.t. tilboðshluti  tengjast bókunarkerfi/leitarvél Ferðaeyjunnar.

Ferðaeyjan og Godo eru ekki í samstarfi um sölu á gistingu. Þeir gistiaðilar sem tengjast leitarvél Ferðaeyjunnar teljast sjálfir söluaðilar á sinni gistingu. Godo telst aðeins sem þjónustuaðili Ferðaeyjunnar þegar kemur að leigu á bókunarkerfi og kaup á tækniþjónustu. Ferðaeyjan er því eins og hver annar viðskiptavinur hjá Godo.

2.2. Gistieiningar:
Gistiaðili ber sjálfur ábyrgð á því að allar upplýsingar og efni um sínar gistieiningar t.d. verð, lýsing og myndir, sem eiga birtast á vef Ferðaeyjunnar og hjá samstarfsaðilum Ferðaeyjunnar. Gistiaðili stýrir sjálfur vöruframboði í gegnum sitt eigið bókunarkerfi þ.e.a.s. hvaða gistieiningar skulu vera aðgengilegar fyrir leigutökum. Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni heimild til að birta myndir, texta og video af vef og samfélagsmiðlum gistiaðila, á vef Ferðaeyjunnar og nota það í kynningar-og markaðsefni.

Allar upplýsingar um gistieignina í leitarniðurstöðuboxi gistieignarrinnar skulu vera á íslensku tungumáli. Öll verð á gistieiningum sem birtast í leitarvélar Ferðaeyjunnar skulu vera birtast sjálfkrafa í íslenskum krónum.

2.3. Samskipti:
Fari það svo að fyrirspurnir um gistiþjónustu gistiaðila t.d. bókanir og greiðslur berast til Ferðaeyjunnar í gegnum síma eða tölvupóst, mun Ferðaeyjan koma þeim fyrirspurnum áleiðis til gistiaðila sem mun bera ábyrgð á því að svara og fylgja eftir slíkum fyrirspurnum.

 

3. Ábyrgð
Ferðaeyjan er ber á engan hátt ábyrgð á þeirri þjónustu eða vöru sem gistiaðili selur í samstarfi við Ferðaeyjuna.

3.1. Bókunarskilmálar gistiaðila skulu gilda við bókun kaupanda á gistingu.
3.2. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á tilfellum þar sem um kreditkortasvik er að ræða, eða óheimila notkun þriðja aðila á korti viðskiptavina
3.3. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á þeim skemmdum sem viðskiptavinir gistiaðila kunna valda á gistieign, gistieiningum eða munum í eigu gistiaðila.
3.4. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gistiaðili eða viðskiptavinir hans kunna að verða fyrir og rekja má til skyndlegra tæknivillna í kerfum Ferðaeyjunnar eða netárásum.
3.5. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gistiaðili eða viðskiptavinir hans kunna að verða fyrir sem rekja má til villna í textalýsingum, verðum, myndum og annað tengt þeim gistieiningum sem gistiaðili hefur kosið að tengja við leitarvél Ferðaeyjunnar.
3.6. Það er á ábyrgð gistiaðila að hafa öll tilskilin leyfi í gildi fyrir starfssemi sína.

4. Þóknun Ferðaeyjunnar

4.1. Allar bókanir og greiðslur fyrir gistingu sem kaupandi framkvæmir í gegnum leitarvél og fara í gegnum bókunarkerfi Ferðaeyjunnar, eru framkvæmdar beint til gistiaðila. Almennt tekur Ferðaeyjan 12% þóknun auk vsk af heildarsöluveltu bókana sem fara í gegnum bókunarkerfi Ferðaeyjunnar en þeir gistiaðilar sem skrá gistieignir sínar í leitarvél Ferðaeyjunnar fyrir 01.06.2021, greiða 8% þóknun auk vsk.  Sama þóknun skal reiknast af heildarsöluveltu gjafabréfa. Þeir gistiaðil

4.2. Uppgjör eru 5 dag hvers mánaðar, þar sem Ferðaeyjan innheimtir þóknun sina af sölu undanliðins mánaðar, skal sala miðast við þá gesti sem innrituðu sig í nýliðnum mánuði en tekjur teljast hafa myndast þegar gestur hefur dvöl sína eða þegar svokallað no show (gestur mætir ekki).

5. Force Majeure

5.1. Í tengslum við samning þennan skal hugtakið „Force Majeure“eiga við um eftirfarandi atburði eða aðstæður: stríð, stríðsástand eða sambærilegt ástand, náttúruhamfarir s.s jarðskjálfta, eldgos, gasmengun, flóð, eld, bruna og aðra náttúrulega viðburði sem aðilar samnings hafa hvorki valdið eða hafa áhrif á, verkföll starfsmanna samingsaðila og verktaka á vegum þeirra og verkföll annarra aðila ótengdum samningsaðila sem áhrif hafa á efni þessa samnings, farsóttir/veiru eða ástand vegna sjúkdóma sem hindra efndir samkvæmt leigusamningi, aðgerða eða laga, reglna eða fyrirmæla opinberra aðila, s.s. stjórnvalda eða lögreglu.
5.2. Ef annar hvor aðili þessa samnings telur að þær aðstæður eða atburð hafa orðið sem falla undir Force Majeure samkvæmt ákvæðum þessa samnings og þær muni hafa veruleg áhrif á getu aðilans til að efna samninginn, skal aðilinn tilkynna hinum aðilanum skriflega framangreint þar sem tilgreina skal nákvæmlega aðstæður og atburði sem að mati hans leiða til þess að jafna eigi atburði eða aðstæðum við Force Majeure samkvæmt ákvæði þessu.
5.3. Við framangreindar aðstæður telst hvorugur samningsaðili vanefna þennan samning, sé til staðar atburður eða aðstæður sem jafna má til Force Majeure, tilkomnar eftir gildistöku þessa samnings og hafi ekki verið fyrirsjáanlegar þegar samningur milli aðila var gerður.
5.4. Nú hindrar atburður eða aðstæður sem jafna má við Force Majeure samkvæmt ofansögðu því að aðilar geti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum og slíkar hindranir vara í skemmri tíma en 60 daga samfleytt, þá skulu samningsskyldur samningsaðila frestast meðan atburður eða aðstæður vara. Ljúki ástandi eða aðstæðum innan framangreinds tíma, skulu samningsskyldur aðila þá aftur taka gildi að teknu tilliti til breytinga sem leiða af Force Majeure.
5.5. Fari það svo að hindranir sem nefndar eru í 5.4. gr. vara lengur en sá tími sem gefinn er upp í sama ákvæði, þá hafa báðir aðilar heimild til að slíta þessum samningi með skriflegu samkomulagi um slit samningsins.
5.6. Hvorugur aðila, skal vera ábyrgur hvor gagnvart öðrum vegna þessa, hvorki vegna beins og/eða óbeins tjóns, sem aðili kann að verða fyrir vegna Force Majeure.

6. Uppsögn
Gistiaðili hefur heimild til að segja upp samstarfi sínu við Ferðaeyjuna sem byggt er á ákvæðum þessara skilmála. Uppsögn skal berast á netfangið ferdaeyjan@ferdaeyjan.is og skal uppsögnin taka í gildi 1. næsta mánaðar eftir tilkynningu um uppsögn. Þrátt fyrir uppsögn, á Ferðaeyjan rétt á þóknunum af bókunum sem átti sér stað fyrir dagsetningu uppsagnar sem Ferðaeyjan innheimtir einsog 4.2. gr. kveður á um.

7. Notkun logo, mynda og nafni
Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni heimild til að notkunar markaðsefni sínu þar með talið öllum myndum af og texta um gistieignina í kynningarherferðum á þjónustu Ferðaeyjunnar og á vef þess. Ferðaeyjan hefur því heimild að birta umrætt efni gistiaðila á vef sínum, kynningarbæklingum, markpóstum, vefmiðlum, útvarpsmiðlum og sjónvarpsmiðlum.

8. Breytingar á skilmálum
Ferðaeyjan áskilur sér rétt á að breyta þessum skilmálum og skulu allar breytingar vera tilkynntar með sannanlegum hætti til gistiaðila og taka í gildi fyrsta dag næsta mánaðar.

9. Önnur ákvæði

Ferðaeyjan veitir samstarfsaðilum sínum m.a. Mbl.is, K100, Morgunblaðinu, Viðskiptatengsl ehf o.fl. aðgang að viðskiptamannaskrá Ferðaeyjunnar, sem munu koma til með að kynna sína þjónustu og vöru fyrir viðskiptavinum Ferðaeyjunnar.

Aðilar eru sammála um að komi til ágreinings á milli þeirra, skuli þeir af fremsta megni leitast við að jafna allan ágreining með samkomulagi sín á milli. Ef það tekst ekki, skal fjalla um ágreining fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og skulu íslensk lög lögð til grundvallar við framkvæmd og túlkun samningsins.

 

Samþykkt af stjórn Ferðaeyjunnar þann 1. mars 2021.

 

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.