FJALLSÁRLÓN JÖKULLÓN SIGLINGAR

Fjallsárlón er einstakt ferðaþjónustu fyrirtæki staðsett á Fjallsárlóni á suðausturlandi. Fyrirtækið býður uppá ævintýralegar jökullón siglingar á litlum zodiac bát á meðal síbreytilegra ísjaka sem fljóta um í friði og ró. Það er alltaf siglt upp að “stálinu” sem er snarbrattur jökulveggur Vatnajökuls. Oft má sjá ísjaka brotna úr jöklinum og falla í lónið með stórkostlegu sjónarspili.

Ef þú vilt sleppa við mannmergð og njóta íslenskrar náttúru á einstakan hátt þá er Fjallsárlón staður fyrir þig. Njóttu frelsis og upplifðu stórbrotna afþreyingu á frábæru verði. Leiðsögumenn sjá til þess að þú fáir persónulega en faglega þjónustu, þar á meðal góða innsýn í sögu og náttúru svæðisins. Fjölskyldur eru velkomnar, 6 ára aldurstakmark.

FERÐATILHÖGUN
Við mætingu verður þér afhentur hlífðarfatnaður, hlýr vatns- og vindheldur jakki ásamt flotvesti. Einn af leiðsögumönnnunum mun svo ganga með þér að lóninu í gegnum fallegt landslag og að bátnum þínum. Ganga önnur leið tekur um 5-7 mínútur. Við tekur ógleymanleg 45 mínútna sigling um Fjallsárlón. Þegar komið er aftur í land er gengið að bækistöðvum okkar og gengið frá búnaði.

FROST RESTAURANT
Á Frost er boðið upp á hlaðborð daglega þar sem má finna gott úrval af heitum réttum ásamt salatbar. Einnig er boðið upp á súpu hlaðborð, samlokur, kökur og snarl. Á Frost finnur þú mikið úrval af heitum og köldum drykkjum ásamt bjór og léttvíni. Veitingastaðurinn er í nýlegri byggingu, staðsettur nálægt náttúruperlunni Fjallsárlóni þar sem þú getur notið einstaks útsýnis yfir Fjallsjökul og nærliggjandi fjallgarða.

FJALLSÁRLÓN TEKUR VIÐ FERÐAGJÖFINNI
(bókanir á email info@fjallsarlon.is eða í síma 666 8006)

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Fjallsárlóns fjallsarlon.is

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.