B. SKILMÁLAR
Ábyrgðar-og rekstraraðili vefsíðunnar Ferdaeyjan.is er Ferðaeyjan ehf., kt. 420620-2680, Ármúla 42, 108 Reykjavík, hér eftir nefnt Ferðaeyjan. Ferðaeyjan er sölu-og markaðstorg fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Þessi skilmálar gilda eingöngu um bókanir og kaup á gistingu sem eiga stað í bókunarkerfi gistiaðila sem staðsett eru á vef Ferðaeyjunnar.

Við kaup á gistingu með notkun leitarvélar Ferðaeyjunnar samþykkir leigjandi ákvæði þessara skilmála sem eru eftirfarandi:

Skilgreiningar:
Gistiaðili: söluaðili á gistingu.
Leigjendur/gestir: eru þeir sem heimsækja vef Ferðaeyjunnar og bóka gistingu sem birtist í leitarvél Ferðaeyjunnar.

1. Lýsing á þjónustu
Ferðaeyjan býður upp á leitarvél á vefsíðu sinni www.ferdaeyjan.is, svo hægt sé að hafa betri yfirsýn yfir það framboð sem er í boði á gistingu hér á Íslandi. Þeir gestir sem heimsækja vef Ferðaeyjunnar geta leitað eftir og bókað gistingu á hótelum, gistiheimilum og í sumarhúsum og íbúðum.

2. Bókanir
Allar bókanir fara fram á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar og því tekur Ferðaeyjan ekki móti neinum greiðslum vegna bókana eða hefur umsjón með útleigu á gistieiningum gistiaðila sem birtast í leitarvél gistinga.

3. Ábyrgð
3.1. Allar bókanir og greiðslur vegna kaupa á gistingu sem birtast í leitarvélar Ferðaeyjunnar, fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila. Þar af leiðandi ber Ferðaeyjan enga ábyrgð á þeim viðskiptum sem fara fram með þessum hætti. Sjá nánar hér að neðan:
3.2. Bókunarskilmálar gistiaðila gilda við bókun og kaup á gistingu sem birtist í leitarvél Ferðaeyjunnar.
3.3. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gestir kunna að verða fyrir sem rekja má til skyndlegra tæknivillna í bókunarkerfi gistiaðila.
3.4. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gestir kunna að verða fyrir sem rekja má til villna í textalýsingum, verðum, myndum og annað tengt þeim gistieiningum sem gistiaðili hefur kosið að tengja við leitarvél Ferðaeyjunnar.

4. Breytingar
Vilja gestir breyta sinni bókun eða afbóka gistingu sem þeir hafa keypt með notkun sinni á leitarvél Ferðaeyjunnar, þá fara slíkar breytingar fram beint hjá gistiaðila. Því er best fyrir gesti að hafa beint samband við gistiaðila.

5. Ágreiningur
Komi til ágreinings um ákvæði þessa skilmála skulu aðilar af fremsta megni leitast við að jafna allan ágreining með samkomulagi sín á milli. Ef það tekst ekki skal fjalla um ágreining fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og skulu íslensk lög lögð til grundvallar við framkvæmd og túlkun samningsins.

6. Annað
Ferðaeyjan áskilur sér rétt að gera breytingar á þessum skilmálum án fyrirvara og verða allar slíkar breytingar tilkynntar á vef Ferðaeyjunnar.

Samþykkt af stjórn Ferðaeyjunnar þann 1. mars 2021

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.