Hótel varmaland

Hótel varmaland

Hótel Varmaland opnaði árið 2019 eftir umfangsmikla endurbyggingu og endurnýjun á Húsmæðraskólanum við Varmaland sem var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni og upphaflega reistur árið 1946. Við endurbæturnar var sögu staðarins blandað við þægilega og nútímalega hönnun svo úr varð glæsilegt hótel í hjarta Borgarfjarðar þar sem tilvalið er að slaka á í fallegu umhverfi og náttúru.

Á hótelinu eru 60 herbergi af mismunandi tegundum svo hægt er að velja herbergi sér við hæfi. Herbergin eru í skandinavískum stíl þar sem einfaldleiki og þægindi eru í fyrirrúmi.

Á nýbyggðri efstu hæð er veitingastaðurinn Calor sem býður upp á útsýni til allra átta og bragðgóðan mat úr héraði. Á fyrstu hæð er einnig bar þar sem boðið er upp á hamingjustund alla daga frá kl 16:00 til 18:00.

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.