Samskipti við gesti
Við sjáum um öll samskipti við þína gesti og sjáum til þess að öll skilaboð berist á skýran hátt og öllum spurningum sé svarað um hæl svo þjónustustigið haldist sem hæst og umsagnir séu sem bestar. Við búum að mikilli reynslu úr ferðaþjónustu sem tryggir þínum gestum hámarks þjónustu.
Tengingar við fjölda sölurása
Við notum sölurásakerfi Godo sem tengir þig við allar helstu sölurásir, svo sem Booking.com, airbnb ofl, sem tryggir sýnileika þinnar eignar og heldur nýtingarhlutfalli í hámarki.
Láttu okkur sjá um þrifin
Við erum í samstarfi við þrifafyrirtæki sem sér um að þrifin séu alltaf framkvæmd í samræmi við stöðluð hótelgæði. Rúmföt eru einnig útveguð og þrifin.
Alhliða rekstrarumsjón
Þú velur að láta okkur sjá um samskipti og bókanir eingöngu eða alhliða rekstarþjónustu með þrifum, þvotti og áfyllingum einnig svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af neinu sem við kemur rekstrinum. Við getum einnig útvegað ljósmyndara til að tryggja að eignin komi sem best út á sölusíðum og sinnt viðhaldi. Þar að auki getum við smíðað vefsíðu frá grunni með SEO og séð um markaðsetningu.
Markaðssetning
Við sjáum til þess að eignin þín sé sem sýnilegust á netinu en við búum að mikilli reynslu af markaðsetningu fyrir ferðamannageirann. Kannaðu möguleikana og fáðu tilboð frá systurfélagi okkar Jakarta.
- Vefsíðuhönnun – láttu okkar hanna notendavæna og fallega vefsíðu
- SEO (leitarvélabestun) – tryggðu að vefsíðan þín sé sýnileg á leitarvélum
- Uppsetning á sölusíðum – það er afar mikilvægt að þín skráning sé góð á sölusíðum
- Ljósmyndun eigna – láttu fagmann fanga þína eign í sem bestu ljósi
- Auglýsingar á netinu – auktu sýnileika og nýtingu með netauglýsingum
- Samfélagsmiðlar – láttu okkur sjá um samfélagsmiðlana
Frekari upplýsingar
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá spurt og svarað.