HELLNAR

Upplifðu snæfellsnes á nýjan hátt
Bóka húsið

Um Hellnar

Húsið er 100 m2 á 2 hæðum með gistirými fyrir allt að 8 manns. Það eru 3 svefnherbergi á efri hæð, hvert herbergi með 2 rúmum, ásamt svefnsófa sem staðsettur er í sjónvarpskróknum. Til staðar er fullbúið eldhús (með uppþvottavél) og borðbúnaði.
Uppábúin rúm, handklæði, tuskur og viskustykki eru á staðnum.

Lýsing:
Húsið skiptist í neðri hæð með stofu, borðstofu eldhúsi og baðherbergi.
Stofan er með þægilegum sófa.
Borðstofu með stóru borði sem rúmar allt að 8 manns
Vel búið eldhús með uppþvottavél.

Á efri hæð er sjónvarpshol með svefnsófa og 3 herbergjum
Svefnherbergi 1, 2x90cm rúm sem hægt er að færa saman og vera það með king size rúm.
Svefnherbergi 2, 2x90cm rúm sem hægt er að færa saman og vera það með king size rúm.
Svefnherbergi 3, 2x90cm rúm.

Staðsetning:
Húsið er á Hellnum við rætur Snæfellsjökuls, um 5 km lengra en Arnarstapi. Húsin í hverfinu eru gjarnan eru kölluð norsku húsin enda byggð í norskum stíl. Staðsetningin og útsýnið eru óborganleg yfir hafið og Snæfellsjökul.

Dægradvöl:
Hellnar var um aldir ein af stærstu verstöðvum á Snæfellsnesi.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu, bæði er hægt að fara í stuttar gönguferðir niður í fjöru og fá sér kaffi og fiskisúpu á hinu fræga Fjöruhúsi, hægt er að skoða klettinn Valasnös og labba upp í gegnum hinn fræga helli Baðstofuna.

Við Hellna er ein af frægari gönguleiðum landsins yfir á Arnarstapa, þessi gönguleið er 2,5km og er flestum fær. Möguleikarnir á skemmtilegum dagleiðum á bíl eru óþrjótandi á svæðinu, hvort sem fólk vill fara uppá jökul í vélsleðaferð, fara á hestaleigur, skoða hella, heimsækja Ólafsvík, Grundarfjörð eða Stykkishólm.

Hellnar

Hellnar er fallegur sjávarbær á Snæfellsnesi. Bærinn er ótrúlega fallegur og lítill. Þrátt fyrir stærðina á bænum eru tvö frábær kaffihús á staðnum og veitingastaður. Þetta er alveg ný upplifun á snæfellsnesi að vera svona nálægt Snæfellsjökli og á þessum frábæra svæði.

Gatklettur
Hellnar

Helkirkja
Hellnar

Hellnar strönd
Hellnar

Snæfellsnes

Það er einhver sérstakur kraftur á þessu svæði og eru fáir staðir á Íslandi sem hafa að geyma jafnmargar náttúruperlur og snæfellsnes. Jöklar, fjöll, firðir og fossar eru innan við 20 mínútna keyrslu frá Hellnum.

Snæfellsjökull
Snæfellsnes

Kirkjufellsfoss
Snæfellsnes

Búðarkirkja
Snæfellsnes

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.