Hótel Höfn

Hótel Höfn er á frábærum stað og umvafið fegurð jökla og fjalla.

HÖFN Í HORNAFIRÐI
VÍKURBRAUT 20

Um hótelið

Hótel Höfn er á frábærum stað og umvafið fegurð jökla og fjalla. Fegurðin er við Hótel Höfn og árstíminn skiptir ekki máli. Hið magnaða jöklaútsýni yfir Vatnajökul með allri sinni litadýrð er engu líkt.

Herbergin eru falleg og stílhrein með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Hótelið notar sápur frá Sóley, sem eru lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru.

Hótel Höfn býður upp á morgunverðarborð, sem er fjölbreytt og girnilegt hlaðborð. Þau baka allt sjálf á staðnum.

Veitingastaðurinn Ósinn er á Hótel Höfn og leggur áherslu á fyrsta flokks hráefni, góðan mat og notalega þjónustu

Fjölmargir útivistarmöguleikar eru í boði á svæðinu, t.d. jöklagöngur, íshellaferðir, ísklifur, bátsferðir, kayakferðir o.fl.

Gjafabréfið gildir eingöngu fyrir gistingu í standard double herbergi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig bóka ég gistingu?

Til að bóka gistingu hafið samband í síma 478 1240 eða sendið tölvupóst á netfangið info@hotelhofn.is

Helstu skilmálar

Hægt er að nýta gjafabréfið einu sinni á tímabilinu 1. september til 30. apríl næstu 4 árin frá kaupdegi.

Kaupandi getur skilað vörunni/hætt við kaupin innan 14 daga frá kaupum gjafabréfsins. Það getur tekið allt að 14 daga að fá endurgreitt. Sé vörunni skilað eftir þennan tíma er varan ekki endurgreidd heldur eignast handhafi inneignarnótu hjá Ferðaeyjunni sem hann getur nýtt til kaups á öðrum gjafabréfum.

Skilaréttur gildir að því tilskildu að varan sé ónotuð í upprunalegu ástandi með verðmerkingunum á. Ferðaeyjan ehf áskilur sér rétt til þess að neita að taka við vöru tilbaka séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt.

Ef ekki er til ný vara í stað gallaðrar/rangrar vöru og ekki er hægt að bæta vöruna fæst varan endurgreidd.

Eigandi gjafabréfsins er handhafi þess.

Ekki er hægt að nýta gjafabréfið ef það týnist eða glatast.

Ef þú færð senda gallaða vöru eða ranga pöntun, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á pickiceland@pickiceland.com með upplýsingum um pöntunarnúmer og nafn vörunnar sem um ræðir.

Ef varan er gölluð sendu okkur þá nákvæma lýsingu og mynd af gallanum. Við munum í framhaldinu kanna málið og hafa svo samband við þig í tölvupósti um hver næstu skref verða.

Sjá nánar hér: https://ferdaeyjan.is/skilmalar/

 

Upplýsingar

Ferðaeyjan

Ferðaeyjan ehf
kt. 420620-2680
Ármúli 13
108 Reykjavík
Netfang: pickiceland@pickiceland.com

Viltu skrá eign þína?

Fá frekari upplýsingar

Fylgdu okkur

Facebook
Instagram
Linkedin

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.