Sumartilboð – Landhótel: Gisting fyrir tvo í eina nótt með morgunverði og 3ja rétta kvöldverði

Gisting í eina nótt í standard herbergi með morgunverði og 3ja rétta kvöldverði fyrir tvo!

Verð 35.700 kr. Gildir fyrir tvo.

*Frí uppfærsla í Superior herbergi ef laust er við innritun!

Upplýsingar

 • Frí uppfærsla í Superior herbergi ef laust er við innritun.
 • Bóka þarf gistingu með því að senda tölvupóst á booking@landhotel.is eða í síma 558-0550.
 • Eftir að þú hefur gengið verið frá kaupum á gjafabréfinu, verður það sent til þín með tölvupósti.
 • Á gjafabréfinu er númer sem þarf að gefa upp við bókun. Aðeins er hægt að nota gjafabréfið einu sinni.
 • Afhenta þarf gjafabréfið við innritun.
  Eigandi gjafabréfsins er handhafi þess.
 • Ef handhafi týnir gjafabréfinu telst það glatað eða ógilt.
  Afbókanir þurfa að eiga stað tveimur dögum fyrir innritun, annars telst gjafabréfið notað.
 • Hægt er að nýta gjafabréfið til 31.08.2021. Mikilvægt er að bóka sumargistinguna tímalega.
 • Allar upplýsingar um gjafabréfið á vef Ferðaeyjunnar eru á ábyrgð Landhótels

UM LANDHÓTEL

Landhotel er glænýtt hótel sem opnaði í júní 2019. Hótelið er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á besta stað á suðurlandi. Hótelið er hannað með íslenska náttúru að leiðarljósi og hefur alls 69 herbergi sem eru öll mjög rúmgóð og með frábært útsýni til allra átta.

Staðsetning Landhótels er alveg einstök með drottningu okkar Heklu í næsta nágrenni og útsýni til allra átta. Hér er engin sjónmengun frá borg eða bæ og er stórkostlegt að vera á útsýnissvölum hótelsins þegar Norðurljósin æða yfir stjörnubjartan himinninn.Í 1-3 tíma radíus eru flestir áhugaverðustu ferðamannastaðir suðurlands og eru óteljandi afþreyingarmöguleikar í boði eins og hestaferðir, jöklaferðir, fjallgöngur, dagstúrar í Landmannalaugar, Þórsmörk eða Þjórsárdal má nefna sem dæmi.

Landhótel er tilvalið fyrir hópa til að koma í ráðstefnu- eða hvataferðir, en Landhótel er með glæsilega fundaraðstöðu fyrir stóra sem smáa fundi. Á Landhóteli færð þú að njóta einstakrar náttúru og þú getur alltaf gert ráð fyrir að fá vinalega og góða persónulega þjónustu.

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.