Gjafabréf: Lúxus svíta á Diamond Suites

Gisting í eina nótt fyrir tvo í lúxus svítu á Diamond Suites ásamt KEF morgunverð.

Verð 75.300 kr. Gildir fyrir tvo.

Upplýsingar

  • Bóka þarf gistingu með því að senda tölvupóst á stay@kef.is eða í síma ‪420 7000‬.
  • Eftir að þú hefur gengið verið frá kaupum á gjafabréfinu, verður það sent til þín með tölvupósti.
  • Á gjafabréfinu er númer sem þarf að gefa upp við bókun. Aðeins er hægt að nota gjafabréfið einu sinni.
  • Afhenta þarf gjafabréfið við innritun.
    Eigandi gjafabréfsins er handhafi þess.
  • Ef handhafi týnir gjafabréfinu telst það glatað eða ógilt.
  • Gjafabréfið gildir yfir allt árið og í 1 ár frá kaupum. Mikilvægt er að bóka sumargistinguna tímalega.
  • Allar upplýsingar um gjafabréfið á vef Ferðaeyjunnar eru á ábyrgð Diamond Suites og Hótel Keflavík.

Um Diamond Suites

Staðsetning: Diamond Suites i statt í hjarta Reykjanesbæjar. Diamond Suites er 34 km frá Reykjavík og er í sama húsnæði og Hótel Keflavík. Hótelið er með verönd og sjávarútsýni og gestir geta fengið sér drykk á barnum. Ókeypis WiFi er í boði á gististaðnum og ókeypis einkabílastæði.

Veitingar: Kef Bar and Restaurant – Þessi staður er veitingastaður með útsýni yfir hafið, skandinavísk matargerðarlist er sérgrein staðarins og í boði eru hádegisverður og kvöldverður. Gestir geta fengið sér drykk á barnum. Í boði er „Happy hour“.

Afþreying: Ókeypis notkun reiðhjóla er í boði á þessu hóteli og svæðið er vinsælt fyrir hjólreiðar. Hótelið býður einnig upp á bílaleigu. Bláa lónið er aðeins 21 km fjarlægð og stutt er upp á  Keflavíkurflugvöll eða aðeins4 km frá gististaðnum. Aðgangi er að líkamsræktarstöðu þar sem gestir geta notað margskonar líkamsræktartæki, spinning og aerobic tíma sem og saunu og ljósabekki. Golf er í nágreninu, góðar göngu- og hjólaleiðri er alls staðar í kring, Menningar- og listastöðin Duushús, Skessuhellir, Rokksafn Íslands, Stekkjakot, Víkingheimar svo eitthvað sé nefnt.

Herbergi: Á hótelinu eru 6 herbergi. Öll herbergin eru með lúxus húsgögn og rúmgott setusvæði. Herbergin eru með sérbaðherbergi með baðkari eða sturtu, baðsloppum og ókeypis snyrtivörum. Superior herbergi eru með nuddpottum og heitum pottum. Flatskjár frá Bang Olufsen, iPad og iMac eru staðalbúnaður í öllum herbergjum Diamond Suites. Herbergin eru á efstu hæð sem býður upp á fallegt hannað setusvæði þar sem gestir geta gengið út á svalir þar sem er lúxus nuddpottur með fullkomnu útsýni yfir bæinn, Atlantshafið og Reykjanesskaga.

Gestir okkar þurfa ekki að fara langt ail að sjá töfrandi staði og upplifa alla þá fallegu náttúru sem Reykjanesið okkar hefur að bjóða. Hótel Keflavík/Diamind Suites er opið 24/7 og móttökustarsfólk okkar mun glaðlega aðstoða þig við að skipuleggja ferðalagið þitt á svæðinu. Við getum mælt með veitingastöðum, skoðunarferðum og akstri. Leyfðu okkur að vera partur af þínu ferðalagi um Reykjanesið.

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.