Vortilboð – Hótel Varmaland

Tryggðu þér gjafabréf á vortilboði í gistingu fyrir tvo í eina nótt á Hótel Varmaland. Hótelið er staðsett rúmlega 1 klst akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Innfalið er:

 • Gisting í tveggja manna standard herbergi
 • Morgunverður
 • Þriggja rétta kvöldverður á veitingastaðnum Calor

Verð 29.900 kr. (gildir fyrir tvo)

kr.29,900.00

Upplýsingar

 • Hægt er að bæta aukanótt á 5.450 kr. á mann
 • Hægt er að uppfæra í deluxe herbergi fyrir 5.000 kr. Freyðivínsflaska fylgir.
 • Bóka þarf gistingu með því að senda tölvupóst á info@hotelvarmaland.is
 • Eftir að þú hefur gengið verið frá kaupum á gjafabréfinu, verður það sent til þín með tölvupósti.
 • Á gjafabréfinu er númer sem þarf að gefa upp við bókun. Aðeins er hægt að nota gjafabréfið einu sinni.
 • Afhenta þarf gjafabréfið við innritun.
  Eigandi gjafabréfsins er handhafi þess.
 • Ef handhafi týnir gjafabréfinu telst það glatað eða ógilt.
  Afbókanir þurfa að eiga stað tveimur dögum fyrir innritun, annars telst gjafabréfið notað.
 • Hægt er að nýta gjafabréfið til 31.08.2021. Mikilvægt er að bóka sumargistinguna tímalega.
 • Allar upplýsingar um gjafabréfið á vef Ferðaeyjunnar eru á ábyrgð Hótel Varmaland.

Um Hótel Varmaland

Staðsetning: Hótel Varmaland er staðsett við Varmalandsbyggðina sem er í tungunni á milli Hvítár og Norðurár, á jarðhitasvæðinu Stafholtstungur. Á svæðinu búa um 20 manns allt árið um kring og er bæði leik- og grunnskóli fyrir nærsveitina staðsettur þar. Hótel Varmaland er aðeins um klukkustundar akstur frá höfuðborgarsvæðinu og um 15 mínútur frá Borgarnesi.

Herbergi: Á hótelinu eru 60 endurnýjuð herbergi í skandinavískum stíl, útbúin öllum helstu þægindum. Þar sem lagt var upp með að halda sjarma gamla húsmæðraskólans eru herbergin mismunandi að stærð.

Economy herbergi er góður valkostur fyrir einstakling eða par en í Standard herbergjum er hægt að velja á milli þess að hafa tvíbreið rúm eða tvö rúm með náttborði á milli.

Deluxe og Superior herbergi eru stærri og þar er hægt að bæta við auka rúmi svo herbergin geta rúmað allt að fjóra gesti. Öll herbergi eru með sér baðherbergi og baðvörum, sjónvarpi, te- og kaffiaðstöðu og þráðlaust net er um allt hótel.

Veitingar: Á hótelinu er hinn glæsilegi Calor veitingastaður með stórbrotið útsýni til allra átta yfir Borgarfjörðinn. Í eldhúsi Calor töfra kokkarnir fram ljúffengar kræsingar.

Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð sem er innifalið í gistingunni, árstíðatengdan „a la carte“ matseðil og hópamatseðil. Eins er boðið upp á sérsniðna matseðla með fjölbreyttum veitingum við ýmis tækifæri.

Til að skoða matseðilinn, smelltu hér

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.