Kajakferð Borea Adventures á Ísafirði

From: kr.0.00

Kajakferð í fallegu umhverfi á Ísafirði

 

  Vara Magn
Kajakferð fyrir börn (12-15 ára)

kr.12,900.00 kr.6,375.00

Kajakferð fyrir fullorðinn

kr.12,900.00 kr.9,675.00

Kajakferð Borea Adventures á Ísafirði sem hentar fullkomalega fyrir byrjendur

Lýsing frá Borea Adventures:
Skemmtileg upplifun fyrir byrjendur á kajak og þá sem vilja upplifa umhverfi og náttúru frá sjó. Í þessari ferð er róið milli fjalla sem umlikja fallega fjörðin, að vestan er það Eyrarfjall, að austan Ernirinn og í botni fjarðarins trónir Kubbi ásamt Engidalsfjöllum. Í þessari tveggja og hálfstíma ferð er róið á rólegum hraða og tíminn nýttur til að virða fyrir sér fuglalíf og einstaka náttúru.

Leiðsögumennirnir okkar segja sögur af mannlífi og lífsbaráttu fyrr og nú. Mikil nánd manna á milli í litlu samfélagi getur bæði verið góð og kærleiksrík en einnig þrúgandi. Okkar nánasta umhverfi ber merki lífsbaráttu sem stundum kostaði mannslíf en þar eru einnig kennileiti og leynistaðir sem eru uppspretta lífs, skemmtilegra sagna og gleði. Náttúran er allt í kring, á sumrin getum við búist við að sjá marga sjófugla, þar á meðal Kríur, Tjalda og Æðarfugla. Lómur hefur undanfarin ár átt varpstað í Engidal, einstakur söngur hans ómar í kyrrðinni og logninu sem á víst lögheimili á Íbizafirði. Í botni fjarðarins, rétt áður en haldið er undir brúnna í Engidal er sellátur, hvar forvitnir selir fylgjast grant með mannaferðum.

Hvað er innifalið?
Allur kajakbúnaður og kajakleiðsögumaður.

Athugið
Gaman er að taka með myndavél eða síma en athugið að saltvatnið getur farið illa með slíkar græjur. Biðjið leiðsögumanninn að útvega ykkur þurrpoka eða ZipLock poka. Borea tekur enga ábyrgð á þeim búnaði sem þið komið með í ferðina.

Hvað þarf ég að taka með?

  • Hlý föt, ull er best. Gallabuxur alls ekki æskilegar
  • Húfa
  • Strigaskór, mikilvægt að vera ekki í stórum skóm eins og gönguskóm.

Afbókunarreglur

  • Greiða þarf 100% gjald ef bókun er afbókuð 4 dögum eða minna fyrir þennan viðburð
  • Greiða þarf 30% gjald ef bókun er afbókuð 7 dögum eða minna fyrir þennan viðburð
  • Greiða þarf 10% gjald ef bókun er afbókuð 496 dögum eða minna fyrir þennan viðburð

 

Tegund ferðar: Dagsferð
Bókunarfyrirvari 12 klst
Lengd: 2,5 klst.
Lágmarksaldur: 12

Til að bóka ferð hafðu þá samband í síma 456 3322 eða sendu tölvupóst á info@borea.is