Sale!

Lulla Sky – Blá

kr.9,990.00 kr.8,500.00

Lulla Sky – Blá

Hesteyri stendur við Hesteyrarfjörð, sem í fornum heimildum er raunar nefndur Norðfjörður eða
Norðurfjörður. Svæðið tilheyrði áður hinum gamla Sléttuhreppi en er nú í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.
Hesteyri er einn af þremur stöðum í Sléttuhreppi þar sem hægt var að tala um þéttbýli. Hinir eru báðir í
Aðalvík, að Sæbóli og Látrum. Hesteyrarfjörður er ystur Jökulfjarðanna, gengur í norðaustur inn í
landið, mjókkar og endar í totu undir háum fjallabrúnum.

Við fjörðinn er skjólgott og gróðursælt og víða setja ár og fossar fallegan svip á umhverfið. Á Hesteyri
er vísir að kaffihúsi en Hrólfur Vagnsson rekur veitingasölu í Læknishúsin sumarlangt. Þar fá gestir
okkar pönnukökur sem bakaðar eru eftir leyniuppskrift ættmóðurinnar og kaffi/djús. Læknishúsið kom
við sögu í myndinni ÉG MAN ÞIG sem byggð er á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur. Húsið sem
var aðalsögusviðið er hins vegar ekki á Hesteyri en þar er bæði rústir gömlu hvalstöðvarinnar og
kirkjugarðurinn.

Hesteyri er vinsæll staður til að hefja eða enda gönguferðir um Hornstrandarfiðlandið, en þar er einnig
upplagt að fara í styttri göngur og njóta dagsins innan um vilta náttúru, refi og fugla, tína skeljar og
safna öðrum dýrgripum í fjöruborðinu, jafnvel stinga sér til sunds í ískalt Atlandshafið eða láta nægja
að vaða á tánum.

Margar stuttar og fallegar gönguleiðir eru í nágrenni við Hesteyri. Þannig er t.d. gaman að ganga út að
Sléttunesi og til baka, eða fara í skoðunarferð að verskmiðjurústunum á Stekkeyri. Frá fjarðarmynni
Hesteyrarfjarðar og inn að Hesteyri sjálfri er mjó, smásteinótt sandfjara þar sem gaman getur verið að
ganga. Þar útifyrir má oft sjá seli á steini og æðarfugl í hópum.

Hvað er innifalið?
Bátsferð fram og til baka frá Ísafirðir til Hesteyrar.

Athugið. Á Hesteyri er takmarkað net og símasamband. Þar eru einnig sumarhús í einkaeigu, vinsamlega sýnið
eigendum tillitsem og haldið vissri fjarlægð.
Læknishúsið er rekið sem svefnpokagististaður og þar er einnig hægt að panta hádegis og kvöldmat. Ef
ykkur langar að borða á Hesteyri hafið þá samband við Læknishúsið og pantið hjá þeim.
Það er bryggja á Hesteyri sem hægt er að leggja upp að á flóði. Ef það er fjara eru gestir fluttir í land á
Zodiak, vinsamlega gerir ráð fyrir því þegar þið eruð að undirbúa ykkur fyrir ferðina.

Hvað þarf ég að taka með?
Hlý föt og nesti fyrir daginn. Gerið ráð fyrir að veðrir breytist hratt og hafið því aukaföt í
bakpokanum.

Afbókunarreglur
Greiða þarf 100% gjald ef bókun er afbókuð 4 dögum eða minna fyrir þennan viðburð
Greiða þarf 30% gjald ef bókun er afbókuð 7 dögum eða minna fyrir þennan viðburð
Greiða þarf 10% gjald ef bókun er afbókuð 496 dögum eða minna fyrir þennan viðburð