Sale!

Þrír dagar á Hornströndum (Fullorðinn)

kr.131,700.00 kr.92,190.00

Borea Adventures kynnir:
Frábær gönguferð um helstu perlur Hornstranda. Hornbjarg, Hornvík, Látravík, Rekavík og
Veiðileysufjörður.

Hvað er innifalið?

 • Bátsferðir báðar leiðir
 • Allur matur meðan á ferðinni stendur
 • Gisting í tvær nætur í Hornvík Kampi
 • Leiðsögumaður

Hvað þarf ég að taka með?
Munið að allt sem þið takið með ykkur, þurfið þið að bera á bakinu síðasta daginn. Í raun þarf ekki mikinn
búnað í þessa ferð.  Við útvegum tjöld, svefnpoka, dýnur og kodda. Þið þurfið einungis að taka með ykkur ,,liner" fyrir
svefnpokann og koddaver. Mikilvægt er að vera rétt klæddur þegar haldið er í lengri göngur á Hornströndum. Bómullarpeysur og
gallabuxur eru dæmi um fatnað sem er alls ekki æskilegur.

 • Vatnsheldar buxur og jakki.
 •  Gönguskór sem þola að ganga í blautu grasi.
 •  Þunnir neopren sokkar eða vaðskór eru góð viðbót til að vaða ósinn í Hornvík.
 • Létt handklæði til aþurrka tærnar. Þvottapoki er jafnvel nóg.
 • Húfa og vettlingar.
 •  Lítill bakpoki. Hæfileg stærð er 35-45 lítra.
 • Gott er að hafa göngustafi eða staf til að styðja sig við.
 • Persónulegan sjúkrapoka er gott að hafa fyrir verkjatöflur, hælsærisplástra, lyf (ef við á), varasalva
  ofl.
 • Sólgleraugu og sólarvörn.
 • Gott er að hafa með sjónauka.
 •  Vatnsflaska.
 • Svefnpokalak eða liner auk koddavers.
 • Ekki gleyma myndavélinni!
 • Afbókunarreglur
  Greiða þarf 100% gjald ef bókun er afbókuð 59 dögum eða minna fyrir þennan viðburð
  Greiða þarf 50% gjald ef bókun er afbókuð 89 dögum eða minna fyrir þennan viðburð
  Greiða þarf 25% gjald ef bókun er afbókuð 500 dögum eða minna fyrir þennan viðburð

Tegund ferðar
Margra daga ferð

Bókunarfyrirvari: 2 dagar

Lengd
3 dagar

Erfiðleikastig
Auðvelt