Skráðu gististaðinn þinn hjá okkur
Skráðu gististaðinn þinn á www.ferdaeyjan.is og www.pickiceland.com. Smelltu á hnappinn hér að neðan sem á við þig.
Ég er að nota gistibókunarkerfi frá GODO
Ef þú ert að nota nú þegar gistibókunarkerfi frá Godo, þá tekur enga stund að tengja gististaðinn þinn við leitarvél okkar á www.ferdaeyjan.is og www.pickiceland.com.
Algengar spurningar ( Smelltu á +)
Hver er eigandi og rekstaraðili www.ferdaeyjan.is?
Ferðaeyjan ehf, kt.
Hvernig tengi ég gististaðinn minn við leitarvél Ferðaeyjunnar?
Við höfum samband við Godo og óskum eftir því að þinn gististaður verður tengdur við leitarvél okkar sem er aðgengileg á www.ferdaeyjan.is og www.pickiceland.com. Í samráði við þig, þá setjum við upp texta og myndir af gististaðnum í leitarvélinni.
Á hvaða vefsíðum birtist gististaðurinn þinn?
Gististaðurinn þinn mun birtast leitarvél okkar sem er á www.ferdaeyjan.is og www.pickiceland.com.
Hver er munurinn á www.pickiceland.com og www.ferdaeyjan.is?
Pick Iceland:
Vefur Pick Iceland er eingöngu kynntur og markaðssetur fyrir erlendum ferðamönnum sem eru í leit að gistingu á Íslandi. Rekstraraðili Pick Iceland er Ferðaeyjan ehf.
Ferðaeyjan:
Vefur Ferðaeyjunnar er eingöngu kynntur og markaðssetur hér innanlands. Gestir sem heimsækja vef Ferðaeyjunnar, geta bókað gistingu sem og verslað gjafabréf hjá ýmsum gististöðum og afþreyingaraðilum.
Get ég selt gjafabréf á vef Ferðaeyjunnar?
JÁ.
Ferðaeyjan notast við vefsölukerfi frá Salescloud sem annast sölu á gjafabréfum.
Þegar gestir versla gjafabréf á vef Ferðaeyjunnar, fá þeir gjafabréfið sent sjálfvirkt með tölvupósti til sín. Við notkun á gjafabréfinu, þá mætir gesturinn með gjafabréfið og gististaðurinn sendir kóðann sem fram kemur á gjafabréfinu, til Ferðaeyjunnar og í framhaldi fer fram uppgjör.
Tekur Ferðaeyjan við greiðslum fyrir bókanir á gistingum í gegnum vef Ferðaeyjunnar og Pick Iceland?
Ef gistieignin þín er nú þegar með sinn eigin aðgang að gistibókunarkerfi Godo, þá renna allar greiðslur fyrir bókanir beint til þín.
Hver er þóknun Ferðaeyjunnar?
Grunnþóknun er 12% auk vsk af heildarsöluverði hverrar bókunnar sem kemur í gegnum vef Ferðaeyjunnar og Pick Iceland.
Þóknun þessi getur komið til hækkunar ef gististaðir kjósa að nýta sér tímabundið auglýsingapakka Pick Iceland og Ferðaeyjunnar.
Í ákveðnum tilvikum getur umrædd þóknun lækkað tímabundið ef gististaðir nýta sér þjónustu Jakarta.is
Hvaða aðra þjónustu bjóðið þið upp á?
Ferðaeyjan ehf á og rekur einnig sölu-og markaðsstofuna Jakarta.is sem aðstoðar gistieigendur að auka sýnileika á sínum gististað á netinu. Um er að ræða þjónustu snýr að eftirfarandi:
- Vefsíðugerð
- Gerð markaðs-og auglýsingaefnis
- Uppsetning á auglýsingaherferðum á samfélagsmiðlum og Google.
- Myndataka af gistieign
- Gerð myndbands af gistieign fyrir m.a. vefsíðuna eða samfélagsmiðlana.
- Önnur tengd þjónusta.
Lesa skilmála
Skilmálar fyrir gistiaðila hjá Ferðaeyjan ehf.
Skilmálar þessir eiga við um eigendur gististaða (sumarhúsa, íbúða, raðhúsa, parhúsa, orlofshúsa, einbýla, hótela, gistiheimila og aðra staði sem kunna vera skilgreindir sem gististaðir) ,sem tengjast leitarvél gistinga sem birt er á vef Ferðaeyjunnar og Pick Iceland, við skammtímaleigu á sinni gistieign. Skilmálar þessir taka á notkun og tengingu gistiaðila að leitarvél Ferðaeyjunnar. Um er ræða gistiaðila sem eru nú þegar að notast við gistibókunarkerfi frá Godo.
Skilgreining lykilhugtaka sem koma fyrir í þessum skilmálum.
Gististaður:
Sumarhús, íbúðir, raðhús, parhús, orlofshúsa, einbýli, hótel, gistiheimili, herbergi og annað sem telst sem gistieign
Gistiaðili:
Eigandi gististaðar sem er skráð í leitarvél Ferðaeyjunnar.
Ferðaeyjan ehf:
Ferðaeyjan ehf., kt. 420620-2680, hér eftir nefnt Ferðaeyjan er eigandi og rekstraraðili vefsins Ferdaeyjan.is og pickiceland.com, og þeirri leitarvél gistinga sem er staðsett á þessum vefum.
Pick Iceland:
Ferðaeyjan er eigandi vefsins www.pickiceland.com. Þar sem nafn Ferðaeyjunnar kemur fyrir í þessum skilmálum er bæði átt við vefinn www.pickiceland.com og www.ferdaeyjan.is.
1. Lýsing á þjónustu
Ferðaeyjan býður gistiaðila að skrá og tengja gististaðinn sína við leitarvél Ferðaeyjunnar. Ekki er um ræða þjónustu þar sem Ferðaeyjan hefur fulla umsjón með útleigu á gististaðnum.
2. Skráning
2.1. Gistiaðili veitir Ferðaeyjan heimild til að kynna gististaðinn á vefsíðum sínum og sinna samstarfsaðila.
2.2. Við skráningu gististaðar í leitarvél Ferðaeyjunnar, verður hann aðgengilegur fyrir notendum leitarvélar Ferðaeyjunnar og kynntur þar til útleigu. Leitarvél Ferðaeyjunnar er aðeins ætluð fyrir gistieignir í skammtímalegu fyrir ferðamenn.
2.3. Gistiaðili samþykkir að virða reglur og skilmála Ferðaeyjunnar ásamt breytingum sem kunna að verða á þeim í framtíðinni og er það hlutverki gistiaðila að fylgjast með tilkynningum um breytingar á skilmálum þessum sem birtast á vef Ferðaeyjunnar eða með tölvupósti.
2.4. Ferðaeyjan áskilur sér rétt að loka fyrir aðgang gistiaðila að leitarvél sinni og taka eign úr birtingu ef forsvarsmenn Ferðaeyjunnar telja að gistiaðili hafi á einhvern hátt brotið gegn ákvæði skilmála og reglum Ferðaeyjunnar.
3. Ábyrgð
3.1. Gistiaðili er að öllu leyti ábyrgur fyrir því efni og upplýsingum um gistieign sem hann afhentir til Ferðaeyjuna við skráningu eignarrinnar í leitarvélina enda tekur Ferðaeyjan ekki að sér að rýna efnislega í t.d. textalýsingar, skilmála, húsreglur og verð nema þó til að veita góða ráðgjöf og þjónustu.
3.2. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á tilfellum þar sem um kreditkortasvik er að ræða, eða óheimila notkun þriðja aðila á korti viðskiptavina, og því tjóni sem slík svik eða misnotkun kann að hafa í för með sér.
3.3. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á þeim skemmdum sem viðskiptavinir gistiaðila kunna valda á gististað eða munum þar í eigu gistiaðila eða þriðja aðila.
3.4. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gistiaðili eða viðskiptavinir hans kunna að verða fyrir og rekja má til skyndlegra tæknivillna í kerfum Ferðaeyjunnar eða samstarfsaðilum þess.
3.5. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gistiaðili eða viðskiptavinir hans kunna að verða fyrir og rekja má netárasa á gistibókunarkerfi þ.m.t. greiðslukerfi, vefsíður og tölvupósta gistiaðila. Það er á ábrygð gistiaðila að tryggja að ekki komi upp tvíbókanir.
3.6. Það er á ábyrgð gististaðila að veita þá þjónustu sem hann hefur auglýst hjá Ferðaeyjunni.
3.7. Það er á ábyrgð gistiaðila að hafa öll tilskilin leyfi í gildi fyrir starfssemi sína.
4. Þóknun
4.1. Ferðaeyjan tekur að lágmarki 12% þóknun auk vsk af heildarsöluverði hverrar bókunar
4.2. Ferðaeyjan innheimtir þóknun sina af sölu undanliðins mánaðar, skal sala miðast við innritunardag gesta í nýliðnum mánuði. Þóknun þessi er innheimt með útgáfu á reikningi á gistiaðila með gjalddaga 1. hvers mánaðar en eindaga 10 hvers mánaðar
5. Þjónusta
5.1. Sú þjónusta sem innfalin er í þóknun Ferðaeyjunnar og tilgreind í 4.1. gr. þessara skilmála er eftirfarandi:
- Svörun á almennum fyrirspurnum um gistieignina sem berast í getum samfélagsmiðla, síma, tölvupóst eða vefsíður Pick Iceland og Ferðaeyjunnar.
- Birting gistieignar í leitarvél Ferðaeyjunnar.
- Birting gistieignar í almennum markaðsherferðum Ferðaeyjunnar.
5.2. Gistiaðili skal sjálfur sjá um eða útvega þrif á gistieign sinni sem og annast neyðarþjónustu sem veita þarf í gegnum síma, tölvupóst eða viðveru á gististaðnum.
6. Force Majeure
6.1. Í tengslum við samning þennan skal hugtakið „Force Majeure“eiga við um eftirfarandi atburði eða aðstæður: stríð, stríðsástand eða sambærilegt ástand, náttúruhamfarir s.s jarðskjálfta, eldgos, gasmengun, flóð, eld, bruna og aðra náttúrulega viðburði sem aðilar samnings hafa hvorki valdið eða hafa áhrif á, verkföll starfsmanna samingsaðila og verktaka á vegum þeirra og verkföll annarra aðila ótengdum samningsaðila sem áhrif hafa á efni þessa samnings, heimsfaraldur, farsóttir/veiru eða ástand vegna sjúkdóma sem hindra efndir samkvæmt leigusamningi, aðgerða eða laga, reglna eða fyrirmæla opinberra aðila, s.s. stjórnvalda eða lögreglu.
6.2. Ef annar hvor aðili þessa samnings telur að þær aðstæður eða atburð hafa orðið sem falla undir Force Majeure samkvæmt ákvæðum þessa samnings og þær muni hafa veruleg áhrif á getu aðilans til að efna samninginn, skal aðilinn tilkynna hinum aðilanum skriflega framangreint þar sem tilgreina skal nákvæmlega aðstæður og atburði sem að mati hans leiða til þess að jafna eigi atburði eða aðstæðum við Force Majeure samkvæmt ákvæði þessu.
6.3. Við framangreindar aðstæður telst hvorugur samningsaðili vanefna þennan samning, sé til staðar atburður eða aðstæður sem jafna má til Force Majeure, tilkomnar eftir gildistöku þessa samnings og hafi ekki verið fyrirsjáanlegar þegar samningur milli aðila var gerður.
6.4. Nú hindrar atburður eða aðstæður sem jafna má við Force Majeure samkvæmt ofansögðu því að aðilar geti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum og slíkar hindranir vara í skemmri tíma en 60 daga samfleytt, þá skulu samningsskyldur samningsaðila frestast meðan atburður eða aðstæður vara. Ljúki ástandi eða aðstæðum innan framangreinds tíma, skulu samningsskyldur aðila þá aftur taka gildi að teknu tilliti til breytinga sem leiða af Force Majeure.
6.5. Fari það svo að hindranir sem nefndar eru í 6.4. gr. vari lengur en sá tími sem gefinn er upp í sama ákvæði, þá hafa báðir aðilar heimild til að slíta þessum samningi með skriflegu samkomulagi um slit samningsins. Hvorugur aðila, skal vera ábyrgur hvor gagnvart öðrum vegna þessa, hvorki vegna beins og/eða óbeins tjóns, sem aðili kann að verða fyrir vegna Force Majeure.
7. Uppsögn
Gistiaðila er frjálst að afskrá gistieign sína hjá Ferðaeyjunni, og skal hann tilkynna Ferðaeyjunni um það með tölvupósti eða öðrum sannarlegum hætti. Þrátt fyrir þessa afskráningu, á Ferðaeyjunnar rétt á þóknunum af bókunum sem átti sér stað fyrir dagsetningu uppsagnar sem Ferðaeyjan innheimtir eins og 4.2. gr. kveður á um.
8. Notkun logo, mynda og nafni
Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni heimild til að notkunar markaðsefni sínu þar með talið öllum myndum af og texta um gistieignina í kynningarherferðum Ferðaeyjunnar og á vef þess og Ferðaeyjunnar. Meðal annars heimilar gistiaðili Ferðaeyjunni að birta umrætt efni á vef sínum, kynningarbæklingum, markpóstum, vefmiðlum, útvarpsmiðlum og sjónvarpsmiðlum.
8. Breytingar á skilmálum
Ferðaeyjan áskilur sér rétt á að breyta þessum skilmálum og skulu allar breytingar vera tilkynntar með sannanlegum hætti til gistiaðila og taka í gildi fyrsta dag næsta mánaðar.
9. Önnur ákvæði
Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni að veita samstarfsaðilum sínum aðgang að viðskiptamannaskrá Ferðaeyjunnir, sem munu koma til með að kynna sína þjónustu og vöru fyrir honum.
Aðilar eru sammála um að komi til ágreinings á milli þeirra, skuli þeir af fremsta megni leitast við að jafna allan ágreining með samkomulagi sín á milli. Ef það tekst ekki, skal fjalla um ágreining fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og skulu íslensk lög lögð til grundvallar við framkvæmd og túlkun samningsins.
Samþykkt af stjórn Ferðaeyjunnar þann 26.3.2022.
Ég nota ekki gistibókunarkerfi
Ef þú ert ekki að nota gistibókunarkerfi við útleigu á gististaðnum þínum og vilt birta hann á www.ferdaeyjan.is og www.pickiceland.com, þá skráum við gististaðinn í gistibókunarkerfið okkar sem heldur utan um allar bókanir á einum stað.
Algengar spurningar ( Smelltu á +)
Hver er eigandi og rekstaraðili www.ferdaeyjan.is?
Ferðaeyjan ehf, kt.
Hvernig tengi ég gististaðinn minn við Ferðaeyjuna?
Ég er nú þegar að leigja út gististaðinn minn til ferðamanna ekki með gistibókunarkerfi:
Í þeim tilvikum þar sem gistiaðilar eru nú þegar að leigja út gististaðinn sinn en ekki með gistibókunarkerfi og vilja birta gististaðinn á www.ferdaeyjan.is og www.pickiceland.com, þá ætti uppsetning á gististaðnum í gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar ekki að taka langan tíma.
Í uppsetningarferlinu munum við fara yfir með þér textalýsingu og myndir af gististaðnum. Mikilvægt er að myndir séu í góðum gæðum og textalýsing um gististaðinn sé hnitmiðuð og skýr.
Ég hef aldrei leigt eignir mínar ferðamanna:
Í þeim tilvilkum þar sem sumarhús eða íbúð hefur aldrei verið leigð til ferðamanna, er fyrsta gistiaðila að afla sér leyfi til heimagistingar eða sérstakt gistileyfi/rekstrarleyfi hjá Sýslumanni.
Við munum veita nýjum gistiaðilum leiðbeiningar um eftirfarandi:
- Öflun leyfa
- Myndatökur
- Textagerð
- Verðlagningu
- Bókhaldsmál
Get ég tengt gististaðinn minn við erlendar bókunarsíður?
Já, í gegnum gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar, getur þú tengt gististaðinn þinn við erlendar bókunarsíður m.a. Booking.com, Airbnb o.s.frv.
Á hvaða vefsíðum birtist gististaðurinn minn?
Gististaðurinn þinn mun birtast í leitarvél okkar sem staðsett á www.ferdaeyjan.is. heldur einnig á www.pickiceland.com.
Hver er munurinn á www.pickiceland.com og www.ferdaeyjan.is?
Pick Iceland:
Vefur Pick Iceland er eingöngu kynntur og markaðssetur fyrir erlendum ferðamönnum sem eru í leit að gistingu á Íslandi. Rekstraraðili Pick Iceland er Ferðaeyjan ehf.
Ferðaeyjan:
Vefur Ferðaeyjunnar er eingöngu kynntur og markaðssetur hér innanlands. Gestir sem heimsækja vef Ferðaeyjunnar.
Get ég selt gjafabréf á vef Ferðaeyjunnar?
JÁ.
Ferðaeyjan notast við vefsölukerfi frá Salescloud sem annast sölu á gjafabréfum.
Þegar gestir versla gjafabréf í gistingu á vef Ferðaeyjunnar, fá þeir gjafabréfið sent sjálfvirkt með tölvupóst til sín. Við notkun á gjafabréfinu, þá mætir gesturinn með gjafabréfið og gististaðurinn sendir kóðann sem fram kemur á gjafabréfinu, til Ferðaeyjunnar og í framhaldi fer fram uppgjör.
Tekur Ferðaeyjan við greiðslum fyrir bókanir á gistingum í gegnum vef Ferðaeyjunnar og Pick Iceland?
Ef gistieignin þín er nú þegar með sinn eigin aðgang að gistibókunarkerfi Godo, þá renna allar greiðslur fyrir bókanir beint til þín án þess að koma við hjá Ferðaeyjunni.
Hver er þóknun Ferðaeyjunnar?
Grunnþóknun er frá 12% auk vsk af heildarsöluverði hverrar bókunnar sem kemur í gegnum vef Ferðaeyjunnar og Pick Iceland.
Þóknun þessi getur komið til hækkunar ef gististaðir kjósa að nýta sér tímabundið auglýsingapakka Pick Iceland og Ferðaeyjunnar.
Í ákveðnum tilvikum getur umrædd þóknun lækkað eða fallið niður tímabundið ef gististaðir nýta sér þjónustu Jakarta.is
Hvaða aðra þjónustu bjóðið þið upp á?
Ferðaeyjan ehf á og rekur einnig sölu-og markaðsstofuna Jakarta.is sem aðstoðar gistieigendur að auka sýnileika á sínum gististað á netinu. Um er að ræða þjónustu snýr að eftirfarandi:
- Vefsíðugerð
- Gerð markaðs-og auglýsingaefnis
- Uppsetning á auglýsingaherferðum á samfélagsmiðlum og Google.
- Myndataka af gistieign
- Gerð myndbands af gistieign fyrir m.a. vefsíðuna eða samfélagsmiðlana.
- Önnur tengd þjónusta.
Lesa skilmála
Skilmálar fyrir gistiaðila hjá Ferðaeyjan ehf.
Skilmálar þessir eiga við um eigendur gististaða s.s. sumarhúsa, íbúða, raðhúsa, parhúsa, orlofshúsa, einbýla, hótela, gistiheimila, sem vilja notast við gistibókunarkerfi Ferðaeyjan ehf., til að tengast leitarvél gistinga sem birt er á vef Ferðaeyjunnar og Pick Iceland, við skammtímaleigu á sinni gistieign. Skilmálar þessir taka á notkun gistiaðila á bókunar-og greiðslukerfi Ferðaeyjunnar, tengingu við erlendar bókunarsíður, sem og birtingu gistieignar í leitarvél Ferðaeyjunnar ehf.
Skilgreining lykilhugtaka sem koma fyrir í þessum skilmálum.
Gististaður:
Sumarhús, íbúðir, raðhús, parhús, orlofshúsa, einbýli, hótel, gistiheimili, herbergi og annað sem telst sem gististaður.
Gistiaðili:
Eigandi gististaðar sem er skráð í gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar og leitarvél Ferðaeyjunnar.
Ferðaeyjan ehf:
Ferðaeyjan ehf., kt. 420620-2680, er eigandi og rekstraraðili vefsins Ferdaeyjan.is og pickiceland.com.
Pick Iceland:
Ferðaeyjan er eigandi vefsins www.pickiceland.com. Þar sem nafn Ferðaeyjunnar kemur fyrir í þessum skilmálum er bæði átt við vefinn www.pickiceland.com og www.ferdaeyjan.is.
1. Lýsing á þjónustu
Ferðaeyjan býður gistiaðila að skrá gististaði sína og nýta bókunar-og greiðslukerfi þess að halda utan um bókanir á sínum gististað ásamt því birta hann í leitarniðurstöðum í leitarvél Ferðaeyjunnar. Ferðaeyjan býður gistiaðilum að skrá og tengja gististaði sína við erlendar bókunarsíður í gegnum gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar.
2. Skráning
2.1. Gistiaðili veitir Ferðaeyjan heimild til að kynna gististaðinn á vefsíðum sínum og sinna samstarfsaðila.
2.2. Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni heimild til að taka á móti greiðslu vegna bókanna á gistingu á gististað gistiaðila. Greiðsla þessi rennur inn á reikning Ferðaeyjunnar sem er aðskildur frá fjármunum Ferðaeyjunnar.
2.3. Við skráningu gististaðar í gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar, verður hann aðgengilegur fyrir notendum leitarvélar Ferðaeyjunnar og kynntur þar til útleigu. Leitarvél Ferðaeyjunnar er aðeins ætluð fyrir gistitstöðum í skammtímalegu fyrir ferðamenn.
2.4. Gistiaðili fær aðgang að yfirlitssíðu með upplýsingum um tekjur vegna bókanna, fjölda bókanna, nýtingu o.fl.
2.5. Gistiaðili samþykkir að virða reglur og skilmála Ferðaeyjunnar ásamt breytingum sem kunna að verða á þeim í framtíðinni og er það hlutverki gistiaðila að fylgjast með tilkynningum um breytingar á skilmálum þessum sem birtast á vef Ferðaeyjunnar eða með tölvupósti.
2.6. Ferðaeyjan áskilur sér rétt að loka fyrir aðgang gistiaðila að bókunarkerfi og taka gististað úr birtingu í leitarvél Ferðaeyjunnar ef forsvarsmenn Ferðaeyjunnar telja að gistiaðili hafi á einhvern hátt brotið gegn ákvæði skilmála og reglum Ferðaeyjunnar.
2.7. Ferðaeyjan áskilur sér rétt til þess að hafna nýskráningu gististaðar ef hún uppfyllir ákveðinn skilyrði.
2.8. Við upphaf hvert leigutímabils skal gististaður vera þrifinn með uppá búin rúm. Þegar á við, skal gististaðurinn geyma nauðsynlegustu muni sem nægja til þess að halda einfalt heimili, s.s. borðbúnað, húsgögn, baðáhöld og annað tengt. Mikilvægt er að uppfæra texta og myndefni ef einhverjar breytingar verða á utan eða innan gististaðarins.
3. Ábyrgð
3.1. Gistiaðili er að öllu leyti ábyrgur fyrir því efni og upplýsingum um gistieign sem hann afhentir til Ferðaeyjuna við skráningu eignarrinnar í gistibókunarkerfi enda tekur Ferðaeyjan ekki að sér að rýna efnislega í t.d. textalýsingar, skilmála, húsreglur og verð nema þó til að veita góða ráðgjöf og þjónustu.
3.2. Gistiaðila er með öllu óheimilt að afhenta upplýsingar um aðgang að sínu svæði t.d. notendanafn og lykilorð sem gistiaðili lætur honum té og er það ábyrgð gistiaðila að varðveita slíkar upplýsingar.
3.3. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á tilfellum þar sem um kreditkortasvik er að ræða, eða óheimila notkun þriðja aðila á korti viðskiptavina, og því tjóni sem slík svik eða misnotkun kann að hafa í för með sér.
3.4. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á þeim skemmdum sem viðskiptavinir gistiaðila kunna valda á gististað eða munum þar í eigu gistiaðila eða þriðja aðila.
3.5. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gistiaðili eða viðskiptavinir hans kunna að verða fyrir og rekja má til skyndlegra tæknivillna í kerfum Ferðaeyjunnar eða samstarfsaðilum þess.
3.6. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gistiaðili eða viðskiptavinir hans kunna að verða fyrir og rekja má netárasa á gistibókunarkerfi, greiðslukerfi, vefsíður og tölvupósta. Þó skal Ferðaeyjan gera allt í sínu valdi til að lágmarka hættuna á slíkum netárásum.
3.7. Það er á ábrygð gistiaðila að tryggja að ekki komi upp tvíbókanir. Slíkt er gert með réttum tengingum við gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar. Ef gistiaðili tekur á móti bókunum sem berast utan bókunarkerfis og án vitundar Ferðaeyjunnar, ber gistiaðila sjálfur ábyrgð á því að koma slíkum upplýsingum til Ferðaeyjunnar til skárningar í bókunarkerfi Ferðaeyjunnar.
3.8. Það er á ábyrgð gististaðila að veita þá þjónustu sem hann hefur auglýst á vefsíðum og markaðsherferðum Ferðaeyjunnar.
3.9. Það er á ábyrgð gistiaðila að hafa öll tilskilin leyfi í gildi fyrir starfssemi sína.
4. Þóknun
4.1. Allar bókanir og greiðslur fyrir gistingu sem leigjendur framkvæma í gegnum bókunarkerfi Ferðaeyjunnar, renna inn á reikning þess.
4.2. Ferðaeyjan tekur 12% grunnþóknun auk vsk af heildarsöluverði hverrar bókunar.
4.3. Almennt er fer uppgjör fram á 5 dag hvers mánaðar nema annað sé um samið, þar sem Ferðaeyjan innheimtir þóknun sína skv. 4.2. gr., af sölu undanliðins mánaðar, skal sala miðast við innritunardag gesta í nýliðnum mánuði.
4.4. Þóknun Ferðaeyjunnar skv. 4.2. gr. kann að koma til hækkunar tímbundið, í ákveðnum tilvikum m.a. þegar gististaður tekur þátt í markaðs-og auglýsingaherferðum Ferðaeyjunnar.
4.5. Þóknun Ferðaeyjunnar skv. 4.2.gr. kann að koma til lækkunar tímabundið, í ákveðnum tilvikum m.a. þegar gististaður nýtir sér þjónustu Jakarta markarðsstofu.
5. Þjónusta
5.1. Sú þjónusta sem innfalin er í þóknun Ferðaeyjunnar og tilgreind í 4.2. gr. þessara skilmála er eftirfarandi:
- Svörun fyrirspurna um gistieignina sem berast í getum samfélagsmiðla, síma,tölvupóst eða vefsíður Pick Iceland og Ferðaeyjunnar
- Umsjón og utanumhald bókana.
- Innheimta á greiðslum fyrir bókanir ásamt uppgjöri
5.2. Gistiaðili ber ábyrgð á að útvega þrif á gististaðnum sínum, sem og annast neyðarþjónustu sem veita þarf í gegnum síma, tölvupóst eða viðveru á gististaðnum nema annað sé um samið
6. Force Majeure
6.1. Í tengslum við samning þennan skal hugtakið „Force Majeure“eiga við um eftirfarandi atburði eða aðstæður: stríð, stríðsástand eða sambærilegt ástand, náttúruhamfarir s.s jarðskjálfta, eldgos, gasmengun, flóð, eld, bruna og aðra náttúrulega viðburði sem aðilar samnings hafa hvorki valdið eða hafa áhrif á, verkföll starfsmanna samingsaðila og verktaka á vegum þeirra og verkföll annarra aðila ótengdum samningsaðila sem áhrif hafa á efni þessa samnings, heimsfaraldur, farsóttir/veiru eða ástand vegna sjúkdóma sem hindra efndir samkvæmt leigusamningi, aðgerða eða laga, reglna eða fyrirmæla opinberra aðila, s.s. stjórnvalda eða lögreglu.
6.2. Ef annar hvor aðili þessa samnings telur að þær aðstæður eða atburð hafa orðið sem falla undir Force Majeure samkvæmt ákvæðum þessa samnings og þær muni hafa veruleg áhrif á getu aðilans til að efna samninginn, skal aðilinn tilkynna hinum aðilanum skriflega framangreint þar sem tilgreina skal nákvæmlega aðstæður og atburði sem að mati hans leiða til þess að jafna eigi atburði eða aðstæðum við Force Majeure samkvæmt ákvæði þessu.
6.3. Við framangreindar aðstæður telst hvorugur samningsaðili vanefna þennan samning, sé til staðar atburður eða aðstæður sem jafna má til Force Majeure, tilkomnar eftir gildistöku þessa samnings og hafi ekki verið fyrirsjáanlegar þegar samningur milli aðila var gerður.
6.4. Nú hindrar atburður eða aðstæður sem jafna má við Force Majeure samkvæmt ofansögðu því að aðilar geti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum og slíkar hindranir vara í skemmri tíma en 60 daga samfleytt, þá skulu samningsskyldur samningsaðila frestast meðan atburður eða aðstæður vara. Ljúki ástandi eða aðstæðum innan framangreinds tíma, skulu samningsskyldur aðila þá aftur taka gildi að teknu tilliti til breytinga sem leiða af Force Majeure.
6.5. Fari það svo að hindranir sem nefndar eru í 6.4. gr. vari lengur en sá tími sem gefinn er upp í sama ákvæði, þá hafa báðir aðilar heimild til að slíta þessum samningi með skriflegu samkomulagi um slit samningsins. Hvorugur aðila, skal vera ábyrgur hvor gagnvart öðrum vegna þessa, hvorki vegna beins og/eða óbeins tjóns, sem aðili kann að verða fyrir vegna Force Majeure.
7. Uppsögn
Gistiaðila er frjálst að afskrá gistieign sína úr bókunarkerfi og leitarvél Ferðaeyjunnar nema annað sé um samið, og skal hann tilkynna Ferðaeyjunni um það með tölvupósti eða öðrum sannarlegum hætti. Þrátt fyrir þessa afskráningu á Ferðaeyjan rétt á þóknunum af bókunum sem átti sér stað fyrir dagsetningu uppsagnar sem Ferðaeyjan innheimtir eins og 4. gr. kveður á um.
8. Notkun logo, mynda og nafni
Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni heimild til notkunar á markaðsefni sínu þar með talið öllum myndum af og texta um gistieignina í kynningarherferðum Ferðaeyjunnar og á vef þess og Ferðaeyjunnar. Meðal annars heimilar gistiaðili Ferðaeyjunni að birta umrætt efni á vef sínum, kynningarbæklingum, markpóstum, vefmiðlum, útvarpsmiðlum og sjónvarpsmiðlum.
8. Breytingar á skilmálum
Ferðaeyjan áskilur sér rétt á að breyta þessum skilmálum og skulu allar breytingar vera tilkynntar með sannanlegum hætti til gistiaðila og taka í gildi fyrsta dag næsta mánaðar.
9. Önnur ákvæði
Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni að veita samstarfsaðilum sínum aðgang að viðskiptamannaskrá Ferðaeyjunnar, sem munu koma til með að kynna sína þjónustu og vörur fyrir honum sem m.a. stuðla að hagræðingu í rekstri á gististaðnum eða betri þjónustu og upplifun hjá þeim gestum hans
Aðilar eru sammála um að komi til ágreinings á milli þeirra, skuli þeir af fremsta megni leitast við að jafna allan ágreining með samkomulagi sín á milli. Ef það tekst ekki, skal fjalla um ágreining fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og skulu íslensk lög lögð til grundvallar við framkvæmd og túlkun samningsins.
Samþykkt af stjórn Ferðaeyjunnar þann 26.3.2022
Komdu í samstarf
Sendu okkur skilaboð til að fá frekari upplýsingar um okkar þjónustu og við höfum samband þig við fyrsta tækifæri.
Upplýsingar
Ferðaeyjan
Ferðaeyjan ehf
kt. 420620-2680
Ármúli 13
108 Reykjavík
Netfang: pickiceland@pickiceland.com
Viltu skrá eign þína?
Fylgdu okkur
Facebook
Instagram
Linkedin