Skilmálar – Gisting
Skilmálar þessir taka á skammtímaleigu gististaða í gegnum vef Ferðaeyjunnar til ferðamanna. Um er ræða gististaði sem eru í umsjón hjá Ferðaeyjunni og skráðir í gistibókunarkerfi þess. Í þeim tilvikum þar sem gististaðir eru ekki umsjón og ekki skráðir í gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar en birtast þó í leitarvél Ferðaeyjunnar, þá gilda eigin bókunarskilmálar þessara gististaða.
Skilgreining lykilhugtaka sem koma fyrir í þessum skilmálum.
Gististaður:
Gististaðir sem eru umsjón Ferðaeyjunnar og eru skráðir í gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar. Aðallega er um ræða gististaði sem skilgreinast sem sumarhús og íbúðir.
Gistiaðili:
Eigandi gististaðar sem er skráð í gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar og leitarvél Ferðaeyjunnar.
Ferðaeyjan ehf:
Ferðaeyjan ehf., kt. 420620-2680, er eigandi og rekstraraðili vefsins Ferdaeyjan.is og pickiceland.com.
Pick Iceland:
Ferðaeyjan er eigandi vefsins www.pickiceland.com. Þar sem nafn Ferðaeyjunnar kemur fyrir í þessum skilmálum er bæði átt við vefinn www.pickiceland.com og www.ferdaeyjan.is.
1. Leiga á gististað
Skilyrði þess að leigja gististað á vef Ferðaeyjunnar, er að leigutaki þarf að hafa náð 23 ára aldri, þó getur komið til þess að gististaðir setja fram sérreglur um aldurstakmark á útleigu á sínum gististað, eru þær birtar með sýnilegum hætti textalýsingu gististaðar í leitarvél Ferðaeyjunnar.
2. Innritunartími (Check in) og útritunartími (Check out)
Innritunar-og útritunartími er samkkvæmt skilmálum gististaðanna sjálfa.
3. Skemmdir og þrif við afhendingu
Mikilvægt er að leigutaki tilkynni skemmdir á gististaðnum til Ferðaeyjunnar, innan 24 stunda frá komu en um er ræða t.d. skemmdir sem fyrri leigutaki kanna að hafa valdið á gististaðnum. Sama á við ef þrifum er ábótavant og skal leigutaki þá tilkynna það strax við komu á gististaðinn til Ferðaeyjunnar.
4. Umgengni
Leigutaki sig að ganga vel um gististaðin og gæta þess að valda íbúum nærliggjandi bústaða ekki ónæði. Að öðru leyti hvetjum við leigutaka að ganga vel um þá gististaði þar sem þeir dvelja í. Í ákveðnum tilvikum, þarf leigutaki að nota sín eigin sængurföt á rúmfatnað en algengt er að slíkt eigi við þegar um er ræða leigu á íbúð eða sumarhús. Leigutaki skuldbindur sig til að kynna sér og fara eftir húsreglum gististaðarins.
Það er ábyrgð leigutaka að þrífa íbúðina eða sumarhúsið að lokinni dvöl sinni nema um annað hafi verið samið. Lokaþrif á bústaðnum teljast meðal annars vera tiltekt, sópa/skúra gólf, þurrka af borðum, þrífa og ganga frá eldhúsáhöldum, þrífa pottinn, þrífa klósettskál að utan og innan, fjarlægja heimilissorp og sjá til þess að ekkert rusl eða óþrifnaður sé í eða við bústaðinn. Ef leigutaki skilar af sér bústaði óþrifnum verða þrifin framkvæmd á hans kostnað. Kostnaður við þrif er að lágmarki kr. 30.000,- auk virðisaukaskatts.
5. Bókanir og greiðslur
Þegar gististaður er bókaður í gegnum gistibókunarkerfi Ferðaeyjunnar, er almennt öll upphæðin greidd við bókunina sjálfa. Greiðslur eru skuldfærðar af greiðslukorti leigutaka sem hann hefur upp við bókunina. Í framhaldi fær leigutaki staðfestingu um bókunina og greiðsluna ásamt greiðslukvittun.
- Ef afbókun fer fram 14 dögum eða fyrr fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 100% endurgreiðsla af heildarverði.
- Ef afbókun fer fram 7 dögum fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 50% endurgreiðslu af heildarverði.
- Ef afbókun fer fram 1-7 dögum fyrir áætlaðan komudag eða á komudeginum sjálfum, þá fæst 0% endurgreiðslu af heildar verði.
- Ef leigutaki mætir ekki án skýringa, þá fæst 0% endurgreiðslu af heildarverði.
Taka skal fram að afbókunarreglur eru til viðmiðunar enda geta komið upp ýmsar óvæntar aðstæður upp hjá leigutökum sem geta leitt afbókunar á gistingu.
6. Tvíbókanir
Í þeim tilfellum þar sem leigusali hefur tvíbókað eignina og getur ekki afhent eignina samkvæmt bókun fær leigutaki endurgreitt að fullu.
7. Vanefndir gistiaðila
Ferðaeyjan ber enga ábyrgð á vanefndum gistiaðila enda ber hann einn ábyrgð á að veita þá þjónustu og sölu á þeim vörum sem hann býður upp, og verður leigutaki að beina vanefndarkröfum sínum að gistiaðilanum sjálfum.
8. Skemmdir og tjón
Leigutaki ber ábyrgð á þeim skemmdum sem hann eða gestir hans valda á gististaðnum og munum þess. Leigutaki verður krafinn um bætur vegna þess tjóns sem Ferðaeyjan eða gistiaðila kann að verða fyrir sem rekja má til þessara skemmda. Ferðaeyjan og gistiaðila er heimilt að skuldfæra af greiðslukorti leigutaka fyrir kostnaði vegna skemmdanna, þó ekki að hærri fjárhæð en sem nemur leigufjárhæð gististaðarins. Slík skuldfærsla telst þó ekki sem fullnaðaruppgjör þess kostnaðar sem skemmdirnar kunna að hafa leitt af sér, ef það kemur í ljós að kostnaðurinn sé mun hærri en leigufjárhæð gististaðarinns sem leigutaki greiddi við bókun sína.
9. Önnur ábyrgð
- Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á tilfellum þar sem um kreditkortasvik er að ræða, eða óheimila notkun þriðja aðila á korti viðskiptavina, og því tjóni sem slík svik eða misnotkun kann að hafa í för með sér.
- Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á þeim skemmdum sem viðskiptavinir gistiaðila kunna valda á gististað eða munum þar í eigu gistiaðila eða þriðja aðila.
- Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem leigutaki kann að verða fyrir og rekja má til skyndlegra tæknivillna í kerfum Ferðaeyjunnar eða samstarfsaðilum þess, sem voru ófyrirsjáanlegar.
- Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem leigutaki kann að verða fyrir og rekja má netárásum á gistibókunarkerfi þ.m.t. greiðslukerfi, vefsíður og tölvupóst.
- Það er á ábyrgð gistiaðila að hafa öll tilskilin leyfi í gildi fyrir starfssemi sína en ekki Ferðaeyjunnar.
9. Breytingar á skilmálum
Ferðaeyjan áskilur sér rétt á að breyta þessum skilmálum og skulu allar breytingar vera tilkynntar með sannanlegum hætti á vef Ferðaeyjunnar.
Komi upp ágreiningur milli aðila þessara skilmála, skulu aðilar reyna með fremsta megni að leysa þann ágreiningu með samkomulagi á milli sín. Ef það tekst ekki, skal fjalla um ágreining fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og skulu íslensk lög lögð til grundvallar við framkvæmd og túlkun samningsins.
Samþykkt af stjórn Ferðaeyjunnar þann 26.3.2022
Upplýsingar
Pick Iceland
Ferðaeyjan ehf
kt. 420620-2680
Netfang: ferdaeyjan@ferdaeyjan.is
Viltu skrá eign þína?
Fylgdu okkur
Facebook
Instagram
Linkedin