Skilmálar

Upplýsingar um seljanda:
Ferðaeyjan ehf. kt: 420620-268, VSK-númer 137904, Ármúla 42 ,108 Reykjavík. Ferðaeyjan.is sérhæfir sig í aðstoða metnaðarfullum fyrirtækjum í ferðaþjónustu við að selja og markaðssetja sínar vörur og þjónustu. Auk þess að veita fyrirtækjum í ferðaþjónustu ýmsa þjónustu sem snýr m.a að umsjón samfélagsmiðla, grafískri hönnun, myndbandagerð og vefsíðugerð, Facebook Ads og google Ads.

Ferðaeyjan áskilur sér rétt til að fjarlægja auglýsingar á tilboðum fyrirtækja á vefsíðu sínni við, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga eða þar sem fyrirtæki hætta að bjóða upp á vöru og þjónustu sína fyrirvaralaust.

Verð:
Öll verð Ferðaeyjunnar á vörum eða þjónustu á vefsíðu Ferðaeyjunnar eru með virðisaukaskatti. Athugið að verð, myndir og vörulýsingar á netinu eru birtar með fyrirvara um villur. Áskilur Ferðaeyjan sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. Ef lítið er til af vörunni þegar hún er pöntuð er ekki hægt að tryggja að hún sé til þegar gengið er frá netpöntun. Eins geta verið fjöldatakmarkanir vegna sérstakra tilboða sem eru í gangi í stuttan tíma. Nánari upplýsingar um birgðastöðu og annað er hægt að fá með því að senda tölvupóst á ferdaeyjan@ferdaeyjan.is.

Greiðslur:
Hægt er að greiða með Visa-og Mastercard og Kass. Greiðsla með greiðslukorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar.

Afhending og sendingarkostnaður:

Í þeim tilvikum þar sem kaupandi verslar þjónustu fyrirtækja á vefsíðu Ferðaeyjunnar, fær kaupandinn samdægurs senda staðfestingu með tölvupósti á kaupum sínum ásamt greiðslukvittun. Í sama tölvupósti koma fram leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig kaupandinn getur bókað þá þjónustu fyrirtækis sem hann hefur verslað á vefsíðu Ferðaeyjunnar.

Í þeim tilvikum þar sem kaupandi verslar  vörur á vefsíðu Ferðaeyjunnar, getur kaupandi valið um að sækja vöruna á lager Ferðaeyjunnar eða fengið hana heimsenda á höfuðborgarsvæðinu eða sendar beint á næsta pósthús/afgreiðslustað utan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlitlar pantanir eru sendar með Íslandspósti utan höfuðborgarsvæðisins og og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Kostnaður við hverja sendingu er tilgreindur við pöntun. Ferðaeyjan ber enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi. Viðtakandi greiðir sendingarkostnað við móttöku á vöru.  Barnavagnar, kerrur og hjól eru send með Flytjanda og er sendingarkostnaður skv. gjaldskrá Flytjanda.

Rétt er að benda á að í þeim tilvikum þegar fyrirtæki auglýsa sínar vörur eða þjónustu á vefsíðu Ferðaeyjunnar en kaupin á auglýstum vörum eða þjónustu fara fram á vefsíðu fyrirækjanna sjálfra, þá gilda skilmálar þessara fyrirtækja.

Forpöntun

Í þeim tilvikum sem Ferðaeyjan auglýsir forpöntun á vöru skal pöntunaraðili greiða vöruna innan sólarhrings frá því hann fékk tilkynningu frá Ferðaeyjunni um að varan sé tilbúin til afhendingar. Ferðaeyjan áskilur sér rétt að setja pöntun aðila á bið eða fella hana niður ef greiðsla berst ekki á tilsettum tíma. 

Endurgreiðslur og inneignarnótur
Gjafabréf í afþreyingu, gistingu eða veitingar fæst ekki endurgreidd heldur á kaupandi rétt á að fá inneignarnótu sem er formi afsláttarkóða eða gjafabréfs sem hann fær sent með tölvupósti. Í þeim tilvikum þegar fyrirtæki auglýsa sínar vörur eða þjónustu á vefsíðu Ferðaeyjunnar en kaupin á auglýstum vörum eða þjónustu fara fram á vefsíðu fyrirtækjanna sjálfra, þá gilda skilmálar um endurgreiðslur og inneignanótur þessara fyrirtækja.

Í þeim tilvikum þar sem kaupandi kaupir vörur (áþreifanlegar) t.d. leikföng, kerrur, raftæki, ferðatæki, ferðatöskur osfrv, hefur kaupandi 14 daga til að hætta við kaup á vefverslun að því tilskildu að varan sé ónotuð, henni skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ekki er hægt að skila vöru ef búið er að rjúfa innsigli á pakkningu. Skila verður inn kvittun fyrir vörukaupum þegar vöru er skilað og endurgreiðir Ferðaeyjan vörukaup ef ofangreind skilyrði hafa verið uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband með tölvupósti á netfangið ferdaeyjan@ferdaeyjan.is. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skipt/skilað. Ef einhverjar spurningar vakna þessu tengdar, hafi þá vinsamlegast samband á framangreint netfang.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

  Trúnaður
  Ferðaeyjan ehf., heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Notkun á persónuupplýsingum

  Sendingar úr kerfi vefverslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

  Kvartanir:
  Sé varan eða þjónustan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.

  Fyrirspurnir og kvartanir skulu berast á netfangið ferdaeyjan@ferdaeyjan.is

  Ábyrgð:

  Sé varan eða þjónustan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.

  Fyrirspurnir og kvartanir skulu berast á netfangið ferdaeyjan@ferdaeyjan.is

  Ábyrgðin gildir frá kaupdegi í vefverslun Ferðaeyjunnar. Framvísa þarf upphaflegri kvittun sem staðfestingu á kaupum. Ábyrgðin gildir eingöngu fyrir þann aðila sem upprunalega kaupir vöruna. Hún færist ekki á milli eigenda.

  Varnarþing:

  Rísi réttarágreiningur í tengslum við skilmála þessa skal bera hann undir Héraðsdóm Reykjavíkur. Þessi útgáfa skilmálanna er frá 2. júlí 2020 og gildir um kaup í vefversluninni sem eiga sér stað eftir það.

  Persónuverndaryfirlýsing

  Smelltu hér til lesa persónuyfirlýsinguna okkar

   

   

   

   

   

  Covid-19 Update 😷

  Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.