STRACTA HÓTEL
Frábært hótel staðsett á Suðurlandi nánar tiltekið á Hellu.
SUÐURLAND
Rangárflötum 4, Hellu.
Um hótelið
Stracta Hótel er staðsett á Suðurlandi, nánar tiltekið á Hellu og er staðsetning hótelsins upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins.
Þægindi og vellíðan: Í garði hótelsins eru heitir pottar og gufuböð þar sem gestir geta slakað á án endurgjalds.
Veitingar: Bæði Bistro og Garður veitingastaðirnir á Stracta Hóteli leggja áherslu á heilsusamlegt fæði sem unnið er úr afurðum í nærliggjandi sveitum.
Gjafabréfið gildir eingöngu fyrir gistingu í standard herbergjum Stracta Hótels sem henta hjónum, pörum eða einstaklingum sérstaklega vel. Herbergin eru 18m2 að stærð, innréttuð í norrænum stíl, hlýleg og stílhrein. Þau eru búin sér baðherbergi, sjónvarpi, hárþurrku og síma.
Til að fá yfirsýn yfir tveggja manna herbergi, ýtið á tengilinn hér við hliðina: http://www.stractahotels.is/360/
Hvernig bóka ég gistingu?
Til að bóka gistingu hafið samband í síma
Helstu skilmálar
Hægt er að nýta gjafabréfið einu sinni á tímabilinu 1. nóvember 2022 til 31.desember 2023.
Kaupandi getur skilað vörunni/hætt við kaupin innan 14 daga frá kaupum gjafabréfsins. Það getur tekið allt að 14 daga að fá endurgreitt. Sé vörunni skilað eftir þennan tíma er varan ekki endurgreidd heldur eignast handhafi inneignarnótu hjá Ferðaeyjunni sem hann getur nýtt til kaups á öðrum gjafabréfum.
Skilaréttur gildir að því tilskildu að varan sé ónotuð í upprunalegu ástandi með verðmerkingunum á. Ferðaeyjan ehf áskilur sér rétt til þess að neita að taka við vöru tilbaka séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt.
Ef ekki er til ný vara í stað gallaðrar/rangrar vöru og ekki er hægt að bæta vöruna fæst varan endurgreidd.
Eigandi gjafabréfsins er handhafi þess.
Ekki er hægt að nýta gjafabréfið ef það týnist eða glatast.
Ef þú færð senda gallaða vöru eða ranga pöntun, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á pickiceland@pickiceland.com með upplýsingum um pöntunarnúmer og nafn vörunnar sem um ræðir.
Ef varan er gölluð sendu okkur þá nákvæma lýsingu og mynd af gallanum. Við munum í framhaldinu kanna málið og hafa svo samband við þig í tölvupósti um hver næstu skref verða.
Sjá nánar hér: https://ferdaeyjan.is/skilmalar/
Upplýsingar
Ferðaeyjan
Ferðaeyjan ehf
kt. 420620-2680
Ármúli 13
108 Reykjavík
Netfang: pickiceland@pickiceland.com
Viltu skrá eign þína?
Fylgdu okkur
Facebook
Instagram
Linkedin