Sumarhús

Ferðaeyjan býður eigendum sumarhúsa upp á einfaldar lausnir sem sparar þeim tíma og vinnu við útleigu á sínu sumarhúsi.

Dæmi um þjónustu:

  • Tenging við leitarvél Mbl.is
  • Tenging við leitarvél Ferðaeyjunnar
  • Vefsíða með bókunarvél
  • Aðgangur að bókunarkerfi
  • Möguleg tenging við erlendar sölurásir
  • Auglýsingabox með undirsíðu á ferðalagasíðu Mbl.is fyrir aðeins 15.000 kr. m/vsk á mánuði (Valkvætt)

Leitarvélin á Mbl.is

Öll sumarhús sem eru skráð í bókunarkerfi Ferðaeyjunnar, birtast undir leitarvél gistinga sem staðsett er á vef Ferðaeyjunnar.

Til að tryggja sem mestan sýnileika á leitarvélinni, þá mun hún einnig vera staðsett áferðalagasíðu Mbl.is sem er einn rótgrónasti og stærstii vefmiðillinn á landinu. Um 3,6 millj. innlita eru á Mbl.is á viku sem gerir leitavélina mjög sýnilega og aðgengilega fyrir væntanlegum leigjendum.

Sjá ferðalagasíðu Mbl.is með því að smella hér

Spurningar

1. Hvernig virkar sumarhúsaþjónusta Ferðaeyjunnar?

Ferðaeyjan býður nú sumarhúsaeigendum að skrá sumarhúsið sitt í bókunarkerfi og leitarvél Ferðaeyjunnar .

Sumarhúsaeigendur stýra sjálfir og bera ábyrgð á útleigu á sumarhúsi  sínu til ferðamanna m.a. annast sjálfir samskipti við leigjendur, þrif og svara fyrirspurnum.

Hlutverk Ferðeyjunnar er að auka sýnileika þess fyrir væntanlegum leigjendum.

2. Hvernig fer skráningin fram?

Í skráningarferlinu, þá sendir þú okkur myndir og texta um eignina. Mikilvægt er að myndir af eigninni séu í góðum gæðum og sýna góða mynd af eigninni. Ef þú vilt fá fagmann til að taka myndir af eigninni, þá er Ferðaeyjan í samstarfi við slíka aðila.

Sumarhúsið er  skráð í bókunarkerfi Feraðeyjunnar og í framhaldi færð þú aðgang að bókunarvél eignarinnar sem birtist síðan undir leitarvél Ferðaeyjunnar sem staðsett er á vef Ferðaeyjunnar og ferðalagasíðu Mbl.is

3. Hvernig virkar bókunarkerfið?

 

Mikilvægt er að stýra öllum bókunum í gegnum bókunarvél sumarhússins enda lágmarkar það hættuna á tvíbókunum og sparar mikinn tíma.

 

Verðstýring:

Í bókunarkerfinu getur þú breytt verðum á gistinóttum en að sjálfsögðu veitum við þér aðstoð við að finna rétta verðið.

 

Gistinætur

Þú getur stýrt framboði gistinótta en sem dæmi getur þú tekið ákveðna daga frá ef þú vilt nýta sumarhúsið fyrir þig og þína, þannig að ekki sé hægt að bóka gistingu á þessum dögum.

 

Erlendar bókunarsíður

Hægt er að tengja bókunarkerfið við erlendar bókunarsíður á borð við Airbnb og Booking. Ef þú ert ekki með aðgang að t.d. Airbnb eða Booking, þá getum við aðstoðað þig að setja upp slíkan aðgang.

Dagatal

Þú færð góða yfirsýn á bókunum í dagatali bókunarkerfsins óháð því hvort þær bókanir berast i gegnum Ferðaeyjuna, vefsíðu sumarhússins eða erlendar bókunarsíður.

 

Yfirlit

Í bókunarkerfi sumarhússins færð þú góða yfirsýn á bókunum, leigutekjum, bókunum o.fl.

 

Við aðstoðum þig að breyta uppsetningu á sumarhúsi þínu í bókunarkerfinu t.d. verðum, myndum, texta og annað tengt.

 

4. Get ég fengið vefsíðu fyrir sumarhúsið mitt?

Frí vefsíða

Fyrstu 30 sumarhúsaeigendur sem skrá sumarhúsið sitt hjá Ferðaeyjunni, fá vefsíðu fyrir sumarhúsið sitt að kostnaðarlausu undanskildu mánaðargjaldi vegna hýsingar á vef að fjárhæð 2000 kr. m/vsk og árgjaldi vegna léns skv. gjaldskrá Isnic.

Vefsíðan skiptist í forsíðu og tvær til þrjár undirsíður:

 • Forsíða
 • Um sumarhúsið
 • Bókunarsíða með bókunarvél
 • Hafa samband

Hvernig fer uppsetningin á vefsíðunni fram?

 

Textar og myndir:

Þú sendir okkur myndir af sumarhúsi þínu og drög að texta en við aðstoðum þig við textagerðina.

Mikilvægt er að myndir séu í góðum gæðum og sýna sumarhúsið eins og það er. Of mikil vinnsla á myndum getur gefið ranga mynd af sumarhúsi þínu fyrir væntanlegum leigjendum.  Ef þig vantar myndir og vilt fá fagmann til að taka myndir af sumarhúsi þínu fyrir umsamið verð, þá erum við í samstarfi við slíkan aðila.

 

Vefumsjónarkerfi:

Ferðaeyjan notar vefumsjónarkerfið WordPress sem er í dag þekktasta og algengasta vefumsjónarkerfið. Ferðaeyjan notast við einföldustu lausnir sem eru í boði við uppsetningu á vefsíðu sumarhússins. Notast er við staðlaðar vefsíður sem eru síðan sérsniðnaðar að þínu sumarhúsi.

Almennt verð fyrir sambærilega vefsíður og eru hér að neðan, er um 120.000 m/vsk

Dæmi um vefsíður sem Ferðaeyjan hefur sett upp:

Rósakotid.is

Katlahouse.is

5. Ég er með vefsíðu fyrir sumarhúsið mitt, er hægt fá bókunarvél á vefsíðuna?

Einfalt er að setja bókunarvél eða svokallað Widget á vefsíðuna þína sem tengt er við bókunarkerfið.

6. Hver er þóknun Ferðaeyjunnar og hvernig er uppgjör á greiðslum vegna bókana háttað?

Allar greiðslur fyrir gistingu sem leigjendur framkvæma í gegnum bókunarkerfi Ferðaeyjunnar, renna inn á fjárvörslureikning Ferðaeyjunnar.

Innlendar bókanir:

Ferðaeyjan tekur 8% þóknun auk vsk af heildarveltu hverrar bókunar sem eiga sér stað í bókunarkerfi Ferðaeyjunnar og eiga uppruna sinn af vefsíðu sumarhússins, í leitarvél Ferðaeyjunnar eða innlendum bókunarsíðum sem bókunarkerfi Ferðaeyjunnar kann vera tengt við. Tilgreind þóknun gildir aðeins fyrir þau sumarhús sem eru skráð hjá Ferðaeyjunni fyrir 1. júní 2021 en almenn þóknun er 12% auk vsk. 

Erlendar bókanir – lægri þóknun

Í þeim tilvikum þar sem uppruni bókana er í erlendum bókunarsíðum á borð Airbnb og Booking sem bókunarkerfi Ferðaeyjunnar kann vera tengt við, þá er þóknun Ferðaeyjunnar  4% þóknun auk vsk af heildarveltu hverrar bókunar . Tilgreind þóknun gildir aðeins fyrir þau sumarhús sem eru skráð hjá Ferðaeyjunni fyrir 1. júní 2021 en almenn þóknun er 6% auk vsk.

Uppgjör eru 5 dag hvers mánaðar, þar sem Lyklaskipti innheimtir þóknun sína af sölu undanliðins mánaðar, skal sala miðast við innritunardag gesta í nýliðnum mánuði.

Sendu okkur skilaboð ef þú vilt vita meira!

13 + 15 =

Skráningar eignar

Eldhúsaðstaða

Annað

Bað-og þvottaaðstaða

Tæki og net

.

Skilmálar 

Skilmálar þessir eiga við um eigendur sumarhúsa, íbúða, raðhúsa, parhúsa, orlofshúsa og einbýla, sem vilja notast við bókunarkerfi Ferðaeyjunnar ehf., og tengjast leitarvél Ferðaeyjunnar ehf., við skammtímaleigu á sinni gistieign. Skilmálar þessir taka á notkun og aðgangi gistiaðila að bókunar-og greiðslukerfi Ferðaeyjunnar ehf., sem og birtingu gistieignar í leitarvél Ferðaeyjunnar ehf.

Skilgreining lykilhugtaka sem koma fyrir í þessum skilmálum.

Gistieign:
Má flokka sem sumarhús, orlofshús, íbúð, einbýli, raðhús og parhús.

Gistiaðili:
Eigandi gisteignar sem skráir gistieign sína í bókunarkerfi Ferðaeyjunnar og leitarvél Ferðaeyjunnar og nota bókunarkerfið fyrir útleigu á sinni eign.

Ferðaeyjan ehf:
Ferðaeyjan ehf., kt. 420620-2680, Ármúla 42, 108 Reykjavík, er rekstrar og ábyrgðaraðili vefsins Ferdaeyjan.is þeirri leitarvél gistinga sem er staðsett á þeim vef.

 

1. Lýsing á þjónustu
Ferðaeyjan býður gistiaðila að skrá gistieign sína í bókunar-og greiðslukerfi Ferðaeyjan og nota það kerfi til að halda utan um útleigumál eignarrinnar. Ekki er um ræða þjónustu þar sem Ferðaeyjan hefur fulla umsjón með útleigu á gistieign. Við skráningu gistieignar í bókunar-og greiðslukerfi Ferðaeyjan , þá birtist eignin í leitarvél gistinga sem er á vegum Ferðaeyjunnar og er staðsett á vef þess félags og á Mbl.is.

Ferðaeyjan býður gistiaðilum að skrá og tengja gistieign sína við erlendar sölurásir á borð við Airbnb og Booking. Slík tenging lágmarkar hættuna á tvíbókunum enda fer slík tenging fram í bókunarkerfi Ferðaeyjunnar.

2. Skráning
2.1. Gistiaðili veitir Ferðaeyjan heimild til að kynna gistieignina á vef sínum og sinna samstarfsaðila.
2.2. Gistiaðili veitir Ferðaeyjan heimild til að taka á móti greiðslu vegna kaupa á gistingu hjá gistiaðila. Greiðsla þessi rennur inn á fjárvörslureikning Ferðaeyjan .
2.3. Við skráningu gistieignar í bókunarkerfi Ferðaeyjan , verður hún aðgengileg fyrir notendum leitarvélar Ferðaeyjunnar og kynntur þar til útleigu. Leitarvél Ferðaeyjunnar er aðeins ætluð fyrir gistieignir í skammtímalegu fyrir ferðamenn.
2.4. Eitt af þeim skilyrðum sem Ferðaeyjan setur fram við skráningu gistieignar í bókunarkerfi sitt, er að bókunarvél gistieignar í bókunarkerfi Ferðaeyjunnar verður að vera tengt þeim erlendum sölurásum s.s. Airbnb og Booking, sumarhúsið er tengt við. Þessi tenging kemur í veg fyrir tvíbókanir og gerir gistiaðila kleift að sjá allar bókanir á gistieigninni óháð því hvort þær berast í gegnum erlendar sölurásir, innlendir sölurásir eða beint af vefsíðu gistieignarinnar, í einu og sama dagatali í bókunarkerfi Ferðaeyjan
2.4. Gistiaðili fær sinn eigin skoðunaraðgang að bókunarkerfinu þar sem hann getur m.a. stýrt leiguverði, leigutíma og framboði gistinótta.
2.5. Gistiaðili samþykkir að virða reglur og skilmálaFerðaeyjan ásamt breytingum sem kunna að verða á þeim í framtíðinni og er það hlutverki gistiaðila að fylgjast með tilkynningum um breytingar á skilmálum þessum sem birtast á vef Ferðaeyjan eða með tölvupósti.
2.6. Ferðaeyjan áskilur sér rétt að loka fyrir aðgang gistiaðila að bókunarkerfi og taka eign úr birtingu í leitarvél Ferðaeyjunnar ef  Ferðaeyjan telur að gistiaðili hafi á einhvern hátt brotið gegn Ferðaeyjan eða skilmálum og reglum Ferðaeyjunnar.
2.7. Ferðaeyjan áskilur sér rétt til þess að hafna skráningu eða afskrá gistieign úr bókunarkerfinu sínu ef gistiaðila ef hann uppfyllir ekki skilyrði  ákvæða þessara skilmála.
2.8. Við upphaf hvert leigutímabils skal gistieignin vera þrifinn með uppá búin rúm. Gistieignin skal geyma nauðsynlegustu muni sem nægja til þess að halda einfalt heimili, s.s. borðbúnað, húsgögn, baðáhöld og annað tengt. Mikilvægt er að uppfæra texta og myndefni ef einhverjar breytingar verða á utan eða innan gistieignar.

3. Ábyrgð
3.1. Gistiaðili er að öllu leyti ábyrgur fyrir því efni og upplýsingum um gistieign sína sem hann afhentir til Ferðaeyjanvið skráningu eignarrinnar í bókunarkerfi enda tekur Ferðaeyjanekki að sér að rýna efnislega í t.d. textalýsingar, skilmála, húsreglur og verð nema þó til að veita góða ráðgjöf og þjónustu.
3.2. Gistiaðila er með öllu óheimilt að afhenta upplýsingar um aðgang að bókunarkerfi t.d. notendanafn og lykilorð sem gistiaðili lætur honum té og er það ábyrgð gistiaðila að varðveita slíkar upplýsingar.
3.3. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á tilfellum þar sem um kreditkortasvik er að ræða, eða óheimila notkun þriðja aðila á korti viðskiptavina
3.4. Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á þeim skemmdum sem viðskiptavinir gistiaðila kunna valda á gistieign, gistieiningum eða munum í eigu gistiaðila.
3.5.Ferðaeyjan ber ekki ábyrgð á því tjóni sem gistiaðili eða viðskiptavinir hans kunna að verða fyrir og rekja má til skyndlegra tæknivillna í kerfum Ferðaeyjunnar sem rekja má til netárása.
3.6. Það er á ábrygð gistiaðila að tryggja að ekki komi upp tvíbókanir. Slíkt er gert með réttum tengingum við bókunarkerfi Ferðaeyjan. Ef gistiaðili tekur á móti bókunum sem berast utan bókunarkerfis og án vitundar Ferðaeyjan, ber gistiaðila sjálfur ábyrgð á því að skrá slíka bókanir í bókunarkerfi Ferðaeyjunnar.
3.7. Það er á ábyrgð gistiaðila að hafa öll tilskilin leyfi í gildi fyrir starfssemi sína.

4. Útleiga bústaðar
4.1. Ákvæði þessara skilmála kveður ekki á um umsjón Ferðaeyjan á útleigu gistieignar heldur einungis til aðgang og afnot gistiaðila á bókunarkerfi og greiðslukerfi Ferðaeyjan ásamt tengingu við leitarvél Ferðaeyjunnar.
4.2. Gistiaðili sér alfarið um að sinna samskiptum við leigjendur ásamt því að svara fyrirspurnum um gistieign sína sem berast beint til hans eða eftir atvikum til Ferðaeyjunnar og Lyklaskipta. Gistiaðili skal leggja sig allan fram að svara fyrirspurnum eins fljótt og mögulegt. Allar þær fyrirspurnir um gistieign sem kunna að berast til Ferðaeyjunnar eru áframsendar til gistiaðila til vinnslu. Í framhaldi fær fyrirspurnaraðili tölvupósti um þess efnis að fyrirspurnin hans hefur verið móttekin og áframsend til eigenda gistieignarinnar til vinnslu.
4.3. Gistiaðili skal sjálfur sjá um eða útvega þrif á gistieign sinni nema annað sé um samið.
4.4. Gistiaðili er heimilt að loka fyrir bókanir á ákveðnum dögum til dæmis ef hann ætla sér að nýta eignina fyrir sig eða sína en slíkar lokanir geta haft áhrif á leigutekjur. Fari það svo að heildarsöluvelta gistinga eftir hvern mánuð sé undir meðaltekjum sem Ferðaeyjan ákveður fyrir hverja gistieign, áskilur Ferðaeyjan sér þann rétt að leggja á gistiaðila sérstakt mánaðargjald að fjárhæð 5.900 kr. auk vsk en uppgjör á slíkum gjöldum fara fram 5. janúar hvers árs.

5. Þóknun
Allar bókanir og greiðslur fyrir gistingu sem leigjendur framkvæmir í gegnum bókunarkerfi Ferðaeyjan, renna inn á fjárvörslureikning Ferðaeyjan.

a) Ferðaeyjan tekur 8% þóknun auk vsk af heildarveltu hverrar bókunar sem á uppruna sinn í bókunarvél á vefsíðu gistieignar, leitarvél Ferðaeyjunnar eða í innlendum bókunarsíðum sem bókunarkerfi Ferðaeyjunnar kann að vera tengt við. Tilgrend þóknun gildir eingöngu fyrir gistieignir sem eru skráðar hjá Ferðaeyjunni fyrir 1. júní 2021. Almenn þóknun er 12% auk vsk.

b) Ferðaeyjan tekur 4% þóknun auk vsk af heildarveltu hverrar bókunar sem á uppruna sinn í  erlendum  bókunarsíðum m.a. Airbnb og Booking sem bókunarkerfi Ferðaeyjunnar kann að vera tengt við. Tilgreind þóknun gildir eingöngu fyrir gistieignir sem eru skráðar hjá Ferðaeyjunni fyrir 1. júní 2021. Almenn þóknun er 6% auk vsk.

Uppgjör eru 5 dag hvers mánaðar, þar sem Ferðaeyjan innheimtir þóknun sina af sölu undanliðins mánaðar, skal sala miðast við innritunardag gesta í nýliðnum mánuði.

6. Force Majeure
6.1. Í tengslum við samning þennan skal hugtakið „Force Majeure“eiga við um eftirfarandi atburði eða aðstæður: stríð, stríðsástand eða sambærilegt ástand, náttúruhamfarir s.s jarðskjálfta, eldgos, gasmengun, flóð, eld, bruna og aðra náttúrulega viðburði sem aðilar samnings hafa hvorki valdið eða hafa áhrif á, verkföll starfsmanna samingsaðila og verktaka á vegum þeirra og verkföll annarra aðila ótengdum samningsaðila sem áhrif hafa á efni þessa samnings, farsóttir/veiru eða ástand vegna sjúkdóma sem hindra efndir samkvæmt leigusamningi, aðgerða eða laga, reglna eða fyrirmæla opinberra aðila, s.s. stjórnvalda eða lögreglu.
6.2. Ef annar hvor aðili þessa samnings telur að þær aðstæður eða atburð hafa orðið sem falla undir Force Majeure samkvæmt ákvæðum þessa samnings og þær muni hafa veruleg áhrif á getu aðilans til að efna samninginn, skal aðilinn tilkynna hinum aðilanum skriflega framangreint þar sem tilgreina skal nákvæmlega aðstæður og atburði sem að mati hans leiða til þess að jafna eigi atburði eða aðstæðum við Force Majeure samkvæmt ákvæði þessu.
6.3. Við framangreindar aðstæður telst hvorugur samningsaðili vanefna þennan samning, sé til staðar atburður eða aðstæður sem jafna má til Force Majeure, tilkomnar eftir gildistöku þessa samnings og hafi ekki verið fyrirsjáanlegar þegar samningur milli aðila var gerður.
6.4. Nú hindrar atburður eða aðstæður sem jafna má við Force Majeure samkvæmt ofansögðu því að aðilar geti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum og slíkar hindranir vara í skemmri tíma en 60 daga samfleytt, þá skulu samningsskyldur samningsaðila frestast meðan atburður eða aðstæður vara. Ljúki ástandi eða aðstæðum innan framangreinds tíma, skulu samningsskyldur aðila þá aftur taka gildi að teknu tilliti til breytinga sem leiða af Force Majeure.
6.5. Fari það svo að hindranir sem nefndar eru í 5.4. gr. vara lengur en sá tími sem gefinn er upp í sama ákvæði, þá hafa báðir aðilar heimild til að slíta þessum samningi með skriflegu samkomulagi um slit samningsins.Hvorugur aðila, skal vera ábyrgur hvor gagnvart öðrum vegna þessa, hvorki vegna beins og/eða óbeins tjóns, sem aðili kann að verða fyrir vegna Force Majeure.

7. Uppsögn
Gistiaðila er frjálst að afskrá gistieign sína hjá Ferðaeyjunni, og  skal hann tilkynna afskráningu með tölvupósti á netfangið ferdaeyjan@ferdaeyjan.is. Þrátt fyrir þessa afskráningu á Ferðaeyjan rétt á þóknunum af bókunum sem átti sér stað fyrir dagsetningu uppsagnar sem Ferðaeyjan innheimtir eins og 5.gr. þessara skilmála kveður á um.

8. Notkun logo, mynda og nafni
Gistiaðili veitir Ferðaeyjunni heimild til að notkunar markaðsefni sínu þar með talið öllum myndum af og texta um gistieignina í kynningarherferðum Ferðaeyjunnar og á vef þess. Meðal annars heimilar gistiaðili Ferðaeyjunni að birta umrætt efni á vef sínum, kynningarbæklingum, markpóstum, vefmiðlum, útvarpsmiðlum og sjónvarpsmiðlum.

8. Breytingar á skilmálum
Ferðaeyjan áskilur sér rétt á að breyta þessum skilmálum og skulu allar breytingar vera tilkynntar með sannanlegum hætti til gistiaðila og taka í gildi fyrsta dag næsta mánaðar.

9. Önnur ákvæði
Ferðaeyjan veitir samstarfsaðilum sínum m.a. Mbl.is, K100, Morgunblaðinu, Viðskiptatengsl ehf o.fl. aðgang að viðskiptamannaskrá sinni, sem munu koma til með að kynna sína þjónustu og vöru fyrir viðskiptavinum Ferðaeyjunnar.

Aðilar eru sammála um að komi til ágreinings á milli þeirra, skuli þeir af fremsta megni leitast við að jafna allan ágreining með samkomulagi sín á milli. Ef það tekst ekki, skal fjalla um ágreining fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og skulu íslensk lög lögð til grundvallar við framkvæmd og túlkun samningsins.

 

Samþykkt af stjórn Ferðaeyjunnar þann 16. mars 2021.

 

Covid-19 Update 😷

Because of the coronavirus (Covid-19) outbreak, our in-person services are closed until further notice. You can subscribe to our newsletter below to get regular updates on our availability.